6. fundur

6. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 29. janúar 2019 kl. 16:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Elín R. Líndal, formaður, Gunnar Þorgeirsson, aðalmaður, Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri
Þorsteinn Sigurjónsson veitustjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Afgreiðslur:

  1. 1804028 Lagt fram til kynningar bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 7. janúar sl. og svar dags. 24. janúar sl.
  2. 1901049 Lagt fram til kynningar minnisblað vegna varaafls dælustöðva hitaveitu.   Veitustjóri skýrir frá því að frágangur sé á lokastigi en til að klára þurfi að taka vatnið af í nokkurn tíma og því verður beðið þar til veðurspá verður hagstæð.
  3. 1901050 Lagt fram til kynningar minnisblað frá Íslenskri Jarðhitatækni vegna borholudælu hitaveitunnar á Laugarbakka. 
  4. Frágangur vegna nýframkvæmda hitaveitu 2015-2017.  Fyrir liggur skýrsla um það sem eftir á að ganga frá og verður unnið jafnt og þétt í því eftir því sem tíðin leyfir.
  5. Staða ljósleiðaraframkvæmda.  Á árinu 2018 var lagt í Hrútafjörð vestur og Borðeyri, Lindarveg á Hvammstanga og byggðina norðan við Hvammstanga.  Tengingar eru á lokastigi.  Í nóvember sl. var sótt í verkefnið Ísland ljóstengt fyrir Vatnsnes og Vesturhóp en beðið er eftir niðurstöðu frá ráðuneytinu. 
  6. Framkvæmdir sumarið 2019.  Verið er að vinna í útboðsgögnum vegna viðhaldsframkvæmda hitaveitu á Hvammstanga sumarið 2019.  Áætlað að útboðsgögn liggi fyrir um miðjan febrúar.
  7. Gjaldskrá hitaveitu.  Almenn umræða um gjaldskrá hitaveitu.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:15

Var efnið á síðunni hjálplegt?