7. fundur

7. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 26. febrúar 2019 kl. 00:00 .

Fundarmenn

Fundinn sátu:      
Elín R. Líndal, formaður, Gunnar Þorgeirsson, aðalmaður og Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður.    

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri
Þorsteinn Sigurjónsson veitustjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Afgreiðslur:

  1. 1902033 Framkvæmdir hitaveitu sumarið 2019

Þorsteinn Sigurjónsson veitustjóri fer yfir drög að útboðsgögnum vegna fyrirhugaðra endurnýjunar á hitaveitulögnum í Melahverfi á Hvammstanga.  Útboðið fer í auglýsingu um næstu helgi.

   2. 1902032 Ísland ljóstengt 2019.  Tilboð frá fjarskiptasjóði um lagningu ljósleiðara í Húnaþingi vestra kynnt.   Sveitarstjóra falið að semja við fjarskiptasjóð.

   3. 1902034 Tilkynningar/viðvaranir vegna bilana hjá veitum.

Lagt fram til kynningar minnisblað vegna sms sendinga til viðskiptavina veitna sveitarfélagsins vegna tilkynninga og viðvarana um vatnsleysi.  Veitustjóra falið að vinna málið áfram.

   4. 1902035 Frágangur vegna nýframkvæmda hitaveitu 2015-2017.

Unnið er jafnt og þétt í frágangi eins og tíðin leyfir ásamt því að endurskoða blæðingar og þrýstiminnkara á lagnaleiðinni.

   5. 1901050 Skýrsla dags. 8. feb. 2019 frá Ísor vegna borunar á Reykjatanga sl. haust lögð fram til kynningar.  Ákveðið að fresta umfjöllun til næsta fundar.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:00

Var efnið á síðunni hjálplegt?