8. fundur

8. fundur Veituráðs haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019 kl. 08:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Elín R. Líndal, formaður, Gunnar Þorgeirsson, aðalmaður og Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður.    

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri
Þorsteinn Sigurjónsson veitustjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Afgreiðslur:

1.  1903024 Hitaveituframkvæmdir 2019, Melahverfi vinnuútboð.

Lögð fram fundargerð frá opnun tilboða í verkið „Húnaþing vestra hitaveita Hvammstangi 2019, Melahverfi vinnuútboð“.

Þrjú tilboð bárust:

Agnar Sigurðsson Hvammstanga 39.004.745 79,7%
Íslandsgámar ehf. Akranesi 53.025.772 108,4%
Vinnuvélar Símonar ehf. Sauðárkróki 72.769.500 148,8%
Kostnaðaráætlun  Stoð ehf. verkfræðistofa 48.916.900 100%

 

Veituráð samþykkir að ganga að lægsta tilboðinu, sem er frá Agnari Sigurðssyni og felur sveitarstjóra að undirrita samninga um verkið.

2.  1902032 Ísland ljóstengt 2019. 

Niðurstaða opnunar styrkbeiðna fyrir Ísland ljóstengt 2019 liggur fyrir.  Húnaþingi vestra býðst styrkur til að tengja 41 stað á Vatnsnesi / Vesturhópi, samtals kr. 68,4 milljónir.  Samþykkt að ganga að þessu tilboði og sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.  Verkefnaáætlunin er þannig að sumar 2019 verður notað til að klára að finna bestu legu ljósleiðarans í samráði við fornleifafræðing og landeigendur, að fá undirskrift landasamninga og í framhaldi af því gerð útboðsgagna.  Stefnt er að því að bjóða verkið út í haust með framkvæmdatíma sumarið 2020.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 8:26

Var efnið á síðunni hjálplegt?