286. fundur

286. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 3. ágúst 2017 kl. 17:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson, Guðjón Þórarinn Loftsson, Sigurður Kjartansson, Unnsteinn Ó. Andrésson og Ragnar Smári Helgason

      

   
Starfsmenn

Byggingarfulltrúi: Ólafur Jakobsson

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:

  1.    Erindi nr. 1707030. Syðsti-Ós landskipti.
  2.   Erindi nr. 1507034. Sólbakki byggingarreitur og teikningar af fjósi, breytingar.
  3.    Erindi nr. 1707053. Nípukot – niðurrif hlöðu mhl 06.
  4.   Tekið á dagskrá. Erindi nr. 1707028. Hrísar II C lóð, breyting á nafni.
  5.    Tekið á dagskrá. Erindi nr. 1707029. Hrísar land, breyting á nafni.
  6.    Tekið á dagskrá. Erindi nr. 1611037. Deiliskipulag fyrir Kolugljúfur.
  7.     Fundargerð 19. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

 

Afgreiðslur:

1.      Erindi nr. 1707030. Ingibjörg Jónsdóttir, kt. 220378-3069, sækir um fyrir hönd Ósbúsins ehf, kt. 150749-4929, að stofna lóð út úr jörðinni, Syðsta-Ósi  lnr. 144152. Lóðin, sem er 1,85 ha og á henni verða útihús matshlutar 11, 12, 13, 15, 16 og 17 eins og fram kemur á meðfylgjandi hnitsettum uppdrætti, gerðum af Loftmyndum ehf. Lóðin fær nafnið Syðsti-Ós lóð 4.

Guðjón Loftsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin.

2.      Erindi nr. 1507034.  Sigríður Hjaltadóttir kt. 110666-03249 og Skúli Þór Sigurbjartsson kt. 160763-4189 sækja fyrir hönd Sólbakkabúsins ehf, um leyfi til að stækka byggingarreit um nýtt fjós á Sólbakka þannig að hann nái 5 metra út fyrir fjósið á alla vegu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjenda og kallar eftir uppfærðri afstöðumynd með hnitsettum byggingarreit.

3.      Erindi nr. 1707053. Sigrún Þórisdóttir, kt. 150845-3949 og Gunnlaugur Björnsson, kt. 240337-3989 sækja um leyfi til að rífa hlöðu frá 1950, matshluta 06, á jörð sinni Nípukoti, lnr. 144628.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjenda. Ráðið vísar málinu að öðru leyti til heilbrigðiseftirlits viðvíkjandi útfærslu förgunar/urðunar og meðferð spilliefna.

4.      Erindi nr. 1707028. Sigríður Friðriksdóttir, kt.310849-2359 og Karl Friðriksson, kt. 020255-5879 sækja um leyfi til að breyta nafni lóðarinnar Hrísar II C lóð (lnr. 215248) í Bjarnastaðir eða staðvísinn Bjarnastaðir Hrísum til vara.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að breyta heiti lóðarinnar í Bjarnastaðir og að hún fái staðvísinn Bjarnastaðir Hrísum.

 

5.      Erindi nr. 1707029. Sigríður Friðriksdóttir, kt.310849-2359 og Bjarni S. Ásgeirsson, kt. 220748-7079 sækja um leyfi til að breyta nafni landeignarinnar Hrísar land (lnr. 144613) í Hrísasel.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að breyta heiti lóðarinnar í Hrísasel.

6.      Erindi nr. 1611037. Deiliskipulag fyrir Kolugljúfur. Skipulagstillagan var auglýst frá 6. júní 2017 með athugasemdafresti til 18. júlí. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Sjónaukanum. Skipulagsögnin voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Húnaþings vestra og á heimasíðu sveitarfélagsins. Athugasemd/umsögn barst frá einum aðila

Athugasemd frá   Vegagerðinni

Svör   skipulagsnefndar

Fjarlægð bílastæða frá vegkanti Kolugilsvegar er 4   metrar á skipulagsuppdrætti en þarf að vera 5 metrar samkvæmt hönnunarreglum   Vegagerðarinnar.

Búið er að lagfæra fjarlægð bílastæða frá vegkanti á   skipulagsuppdrætti til að uppfylla hönnunarreglur Vegagerðarinnar.

Skipulags- og umhverfisráð vísar tillögunni til endanlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.      Fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar.

 

Skipulags- og umhverfisráð bendir á að afgreiðslur ráðsins jafngilda EKKI byggingarleyfi. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfið þegar öll tilheyrandi gögn hafa borist og sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur staðfest fundargerðina.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:45

Var efnið á síðunni hjálplegt?