293. fundur

293. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 1. mars 2018 kl. 17:00 í fundarsal Ráðhúss.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson, Guðjón Þ. Loftsson, Guðrún Eik Skúladóttir og Árborg Ragnarsdóttir.

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:

  1. Erindi nr. 1802016. Fagrabrekka, breyting á íbúðarhúsi.
  2. Erindi nr. 1802081. Árbakki 3, breyting á kjallara.
  3. Erindi nr. 1802019. Kolugljúfur, útsýnispallur.
  4. Erindi nr. 1802043. Borðeyri, verndarsvæði í byggð.
  5. Erindi nr. 1802030. Miðfjarðará, viðhald á brú.
  6. Erindi nr. 1802001. Hvammstangabraut 11, umsókn um breytingar á húsi.
  7. Erindi nr. 1607079. Norðurbraut 22A, innkomin greinargerð.
  8. Erindi nr. 1802066. Víðihlíð, N1 - sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti.
  9. Erindi nr. 1802078. Lindarvegur 10, einbýlishús.
  10. Erindi nr. 1802074. Brekkugata 10 og 12, afmörkun lóða endurskoðuð.
  11. Erindi nr. 1802076. Víðigerði, breyting á atvinnuhúsnæði í starfsmannaíbúð.
  12. Erindi nr. 1802082. Gottorp, umsókn um byggingarreit.
  13. Erindi nr. 1712010. Vatnsnesvegur við Tjarnará, aðalskipulagsbreyting.
  14. Erindi nr. 1802083. Enniskot, landskipti – Enniskot 2.
  15. Erindi nr. 1802084. Enniskot, landskipti – Enni.

Tekið á dagskrá:

16.Erindi nr. 1712011. Melaafréttur Bláhæð, fjarskiptamastur Neyðarlínunnar.

 

 

Afgreiðslur:

1. Erindi nr. 1802016. Vilhelm S. Sigmundsson kt. 221167–3259 sækir með erindi dags. 1. febrúar 2018 um byggingarleyfi til að breyta nýtingu efri hæðar íbúðarhússins að Fögrubrekku í gistiheimili í flokki II(c) skv. reglugerð 1277/2016 samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum nr. 213/B/111 unnum af Ásmundi H. Sturlusyni arkitekt.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í byggingaráform, en frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.

2. Erindi nr. 1802081. Júlíus Guðni Antonsson kt. 030463-7499 sækir með erindi dags. 27. febrúar 2018 um byggingarleyfi til að fullgera kjallara í íbúðarhúsi sínu að Árbakka 3 samkæmt með- fylgjandi teikningum nr. 180108-LÁ3001 unnum af Bjarna Þór Einarssyni hjá Ráðbarði sf.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

3. Erindi nr. 1802019. Unnsteinn Ó. Andrésson fh. Húnaþings vestra kt. 540598-2829 sækir með erindi mótt. 8. febrúar 2018 um byggingarleyfi fyrir útsýnispall við Kolugljúfur samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum nr. 1_40_41_1-12 dags. 5.12.2017 og loftmyndum unnum af Eflu verkfræðistofu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjenda.

4. Erindi nr. 1802043. Tillaga og greinargerð um verndarsvæði í byggð á Borðeyri liggur fyrir fundinum. Svæðið sem lagt er til að verði gert að verndarsvæði í byggð er tæplega 1,5 hektari og stendur á Borðeyrartanga, sem gekk undir viðurnefninu, „Plássið“. Svæðið mun, sem verndarsvæði í byggð, njóta verndar samkvæmt lögum nr. 87/2015 og reglugerð nr. 575/2016.

Greinargerðin er unnin af Dr. Vilhelm Vilhelmssyni í samvinnu við heimamenn. Hún byggir m.a. á fornleifaskráningu fyrir Bæjarhrepp frá 2008, gerðri af Margréti Hallmundsdóttur og Caroline Paulsen og húsakönnun og annarri rannsóknarvinnu Vilhelms.

Skipulags- og umhverfisráð lýsir ánægju sinni með vel unnið verk og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 2. gr. reglugerðar um verndarsvæði í byggð nr. 575/2016 og vísar málinu til sveitastjórnar.

5. Erindi nr. 1802030. Ingunn Loftsdóttir f.h. Vegagerðarinnar tilkynnir fyrirhugaða viðhaldsframkvæmd á brú yfir Miðfjarðará á Hringvegi 1, samkvæmt meðfylgjandi teikningu af framkvæmdasvæði

Um er að ræða umfangsmikið viðahaldsverkefni sem felst í því að steypa nýtt slitlag ofan á brúardekk og nýjar bríkur auk þess sem nýju vegriði verður komið fyrir. Að auki stendur til að rofverja bakkann ofan straums að austanverðu.

Áætlaður verktími er frá mars til 15. júlí 2018.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd

6. Erindi nr. 1802001. Með erindi dagsettu 1. febrúar 2018, sækja Jón Ingi Björgvinsson og Aðalheiður S. Einarsdóttir um leyfi til að gera breytingar á húseign sinni Hvammstangabraut 11, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Daníel Karlsson.  Breytingarnar felast m.a. í því að innrétta húsnæði fyrir verndaðan vinnustað í norðurhluta neðri hæðar.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir teikningarnar.

7. Erindi nr. 1607079. Norðurbraut 22A, innkomin greinargerð um brunahólfun og hljóðvist gistiherbergja, móttekin 30. janúar 2018. Málið var áður á dagskrá skipulags- og umhverfisráðs á 291. fundi 4.1.2018, þar sem gerð var athugasemd við brunahólfun og hljóðvist og málinu frestað af þeim ástæðum.

Leitað var álits Mannvirkjastofnunnar og svör þeirra gefa ekki tilefni til þess að hverfa frá kröfum um klæðningu í flokki 1 K210 B-s1,d0 í gistiherbergjum.    

Skipulags- og umhverfisráð frestar erindinu vegna athugasemda slökkviliðsstjóra.

8. Erindi nr. 1802066. Pétur Hafsteinsson f.h. N1 hf. sækir með erindi dags. 19.02.2018 um byggingarleyfi til þess að setja upp sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti á plani við félagsheimilið Víðihlíð.

Skipulags- og umhverfisráð bendir á að lóð Félagsheimilisins Víðihlíð er sögð 2 ha og merkt S-11 á Aðalskipulagi Húnaþings vestra. S-11  fellur undir samfélagsþjónustu og rúmar ekki verslun og þjónustu.  Þetta kallar á breytingu aðalskipulags og gerð deiliskipulags.

9. Erindi nr. 1802078. Sveinn Ingi Bragason kt. 201179-4329 og Erla B. Kristinsdóttir kt. 040678-3799 sækja með erindi mótt.  26.02.2018 um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi að Lindarvegi 10 samkvæmt meðfylgjandi teikningum nr. 2017-017 100 og 101 unnum af Stefáni Árnasyni Byggingarfræðingi.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir staðsetningu hússins á lóðinni, en frestar erindinu að öðru leyti með vísan í athugasemdablað.

10. Erindi nr. 1802074. Ólafur Jakobsson fh. Húnaþings vestra sækir með erindi dags. 23. febrúar 2018 um endurskoðaða afmörkun lóðanna Brekkugötu 10 og 12, samkvæmt meðfylgjandi  uppdráttum gerðum af Ínu Björk Ársælsdóttur.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir nýja afmörkun lóðanna með fyrivara um samþykki eigenda lóðanna Brekkugötu 8, 10 og 12.

11. Erindi nr. 1802076. Bjarni Þór Einarsson kt. 310348-2449 sækir f.h. K.L.H ehf. kt. 420614-1280 um byggingarleyfi til þess að breyta núverandi sprautuverkstæði við Víðigerði í starfsmannaíbúð samkvæmt meðfylgjandi teikningu nr. VG0101 eftir Bjarna Þór Einarsson. Um er að ræða timburhús á steyptum grunni. Einnig er sótt um breytta notkun úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

12. Erindi nr. 1802082. Davíð Árnasonsækir f.h. Ingibjargar Hjaltadóttur með erindi dags. 26.02.2018 um byggingarreit í landi Gottorps vegna fyrirhugaðra framkvæmda samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stofnun byggingareits með fyrirvara um samþykki allra eigenda jarðarinnar Gottorp.

13. Erindi nr. 1712010. Tillaga að breytingu á aðalskipulagivegna breyttar legu á Vatnsnesvegi nr. 711 ásamt nýjum efnistökusvæðum. Breytingin felur í sér breytta veglínu á um 700 metra kafla við Tjarnará á Vatnsnesi, nýtt brúarstæði og efnistökusvæði. Í heildina er vegaframkvæmdin 1,8 km og að hluta til í sama vegstæði. Breytingin fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 þar sem um er að ræða efnistökusvæði sem nær yfir stærra svæði en 25.000 m2 og fellur því undir flokk B skv. lið 2.03. Tillagan var til kynningar frá 2.-16. febrúar 2018 í Ráðhúsi Húnaþings vestra í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar málinu til sveitarstjórnar.

14. Erindi nr. 1802083. Kristmundur Ingþórsson kt. 051150-3099 sækir fh. K. Ingþórsson ehf. kt. 700516-3770 með erindi dags. 27.02.2018 um landskipti úr landi Enniskots lnr. 144605. Hin nýja landareign fær landnúmerið 226591 og heitið Enniskot 2 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti dags. 15. febrúar 2018 gerðum af Önnu Margréti Jónsdóttur. Landspildan óskast tekin úr landbúnaðarnotkun.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin.

15. Erindi nr. 1802084. Kristmundur Ingþórsson kt. 051150-3099 sækir fh. K. Ingþórsson ehf. kt. 700516-3770 með erindi dags. 27.02.2018 um landskipti úr landi Enniskots lnr. 144605. hin nýja landareign fær landnúmerið 226592 og heitið Enni samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti dags. 15. febrúar 2018 gerðum af Önnu Margréti Jónsdóttur. Landspildan verður áfram í landbúnaðarnotkun.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin.

Tekið á dagsskrá:

16. Erindi nr. 1712011. Lagfærður uppdráttur vegna nýrra gagna frá Neyðarlínunni lagður fram, þar sem koma fram nánari upplýsingar um hæð mastursins, stærð tækjahúss og aðkomu frá þjóðvegi. Skipulagsstofnun hefur fallist á að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða, en óskaði eftir umsögnum vegna lýsingar í mastri, vegna öryggissjónarmiða og vegtengingar við Þjóðveginn. Vegagerðin og Samgöngustofa hafa veitt umsagnir. Vegagerðin heimilar að nota námuveg á Bláhæð sem aðkomuveg að fjarskiptamastri og tækjahúsi. Samgöngustofa gerir ekki kröfu um hindranalýsingu á mastri að svo stöddu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða tillögu fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Skipulags- og umhverfisráð bendir á að afgreiðslur ráðsins jafngilda EKKI byggingarleyfi. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfið þegar öll tilheyrandi gögn hafa borist og sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur staðfest fundargerðina.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:50

 

______________________________                                        ___________________________

Pétur Arnarsson                                                                                   Guðrún Eik Skúladóttir

 

______________________________                                        ___________________________

Árborg Ragnarsdóttir                                                                    Guðjón Þ. Loftsson

 

_______________________________                                       ___________________________

Ólafur Jakobsson                      

Var efnið á síðunni hjálplegt?