295. fundur

295. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn þriðjudaginn 24. apríl 2018 kl. 17:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson, Guðjón Þ. Loftsson, Ragnar Smári Helgason, Guðrún Eik Skúladóttir og Árborg Ragnarsdóttir

Starfsmenn

Byggingarfulltrúi: Ólafur Jakobsson

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:

1.      Erindi nr. 1803060. Víðihlíð, breyting á aðalskipulagi.

2.      Erindi nr. 1601024. Borgarvirki, deiliskipulag.

 

Afgreiðslur:

1.      Erindi nr. 1803060. Umsókn mótt. 26.03.2018 frá húsnefnd Félagsheimilisins Víðihlíðar, kt. 690269-3849, þar sem farið er fram á breytta skráningu lóðar félagsheimilisins, lnr. 144645, úr notkunarflokki samfélagsþjónusta (S) í notkunarflokk verslun og þjónusta (VÞ).

Skipulags- og umhverfisráð telur að um óverulega breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014 – 2026 sé að ræða skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010. Hún felur í sér að breyta landnotkun lóðar félagsheimilis Víðihlíðar, úr samfélagsþjónustu (S-11) í verslun- og þjónustu (VÞ-19). Merking S-11 fellur niður, en svæðið VÞ-19 stækkar úr 0,5 ha í 2,5 ha.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

2.      Erindi nr. 1601024. Deiliskipulag fyrir Borgarvirki var endurauglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010, í Lögbirtingarblaðinu, á heimasíðu Húnaþings vestra og í Sjónaukanum þann 13. febrúar 2018 með athugasemdafresti til og með 27. mars 2018. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:10

Var efnið á síðunni hjálplegt?