297. fundur

297. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn miðvikudaginn 16. maí 2018 kl. 17:00 .

Fundarmenn

Pétur Arnarsson, Guðjón Þórarinn Loftsson, Guðrún Eik Skúladóttir, Ragnar Smári Helgason og Oddný Helga Sigurðardóttir.

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson, Byggingarfulltrúi.

Dagskrá:

  1.       Erindi nr. 1510031. Hafnarskipulag, endaleg gögn.
  2.    Erindi nr. 1712019. Arnarvatnsheiði, deiliskipulagsbreyting.
  3.     Erindi nr. 1802082. Gottorp, byggingarreitur.

Tekið á dagskrá:

4.       Erindi nr. 1802043. Borðeyri, verndarsvæði í byggð.

 

Afgreiðslur:

  1.      Erindi nr. 1510031.Tekið er fyrir deiliskipulag Hvammstangahafnar, skipulagsuppdráttur og greinargerð dags. 12. apríl. 2018. Framlagt er einnig samantektarskjal skipulagsfulltrúa, dagsett í maí 2018 um innsendar athugasemdir og umsagnir sem bárust við auglýsta tillögu ásamt viðbrögðum við þeim. Gerðar hafa verið lagfæringar á skipulagsgögnum og eru þær lagfæringar tíundaðar í samantektarskjali. Málsmeðferð verði í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og er skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. Oddný Helga Sigurðardóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.

2.       Erindi nr. 1712019. Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi skálasvæðis við Arnarvatn sem samþykkt var 2003. Um er að ræða óverulega breytingu sem sett er fram á uppdrætti dags. 8. maí 2018 og felur í sér að bætt verður við byggingarreit fyrir allt að 100 fermetra þjónustuhús við núverandi skálasvæði. Skipulags- og umhverfisráð telur að umrædd breyting þarfnist ekki grenndarkynningar sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og er skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

3.       Erindi nr. 1802082. Davíð Árnason sækir f.h. Ingibjargar Hjaltadóttur með erindi dags.

      26.02.2018 um byggingarreit í landi Gottorps vegna fyrirhugaðra framkvæmda samkvæmt
meðfylgjandi afstöðumynd. Innkomið samþykki meðeigenda.

Skipulags- og umhverfisráð gerir það að skilyrði að byggingarreiturinn verði minnkaður þannig að hann sýni á skýran hátt staðsetningu frístundahúss. Bent er á að aðalskipulag leyfir 3 frístundahús á bújörðum án þess að eigendur þurfi að láta gera deiliskipulag og fá það samþykkt. Einnig er bent á að frístundahúsið verður eign jarðeigenda nema að stofnuð verði lóð, eða til komi eignaskiptasamningur. Að þessu uppfylltu samþykkir skipulags- og umhverfjsráð erindið.

4.       Erindi nr. 1802043. Borðeyri, verndarsvæði í byggð. Framlögð tillaga að verndarsvæði í byggð á Borðeyri, dags. 2. febrúar 2018. Verndarsvæðið er tæplega 1,5 ha og stendur á landspildu sem kallast Borðeyrartangi. Með tillögunni um Verndarsvæðið á Borðeyrartanga verður verndargildi svæðisins fest í sessi. Tillagan var auglýst frá 27. mars til og með 8. maí 2018, sbr. 5. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 og 2. gr. reglugerðar um verndarsvæði í byggð nr. 575/2016. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Áður á dagskrá 293. fundar skipulags- og umhverfisráðs 1. mars 2018.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillögunar og vísar henni til sveitarstjórnar.

 

Skipulags- og umhverfisráð bendir á að afgreiðslur ráðsins jafngilda EKKI byggingarleyfi. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfið þegar öll tilheyrandi gögn hafa borist og sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur staðfest fundargerðina.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:40

Var efnið á síðunni hjálplegt?