Dagskrá:
- Erindi nr. 1806003. Flatnefsstaðir, deilskipulag.
- Erindi nr. 1809056. Gnýstaðir, stofnun lóðar fyrir vegsvæði.
- Erindi nr. 1809050. Syðri-Vellir, stöðuhýsi.
- Erindi nr. 1810013. Framkvæmdaleyfi fyrir borun eftir heitu vatni í landi Reykja.
- Erindi nr. 1708022. Hafnarbraut 5. Umsókn um framlegt stöðuleyfi fyrir sviðaaðstöðu.
Tekið á dagskrá:
6. Erindi nr. 1806026. Hvoll lóð nr. 26, bátaskýli.
7. Erindi nr. 1810019. Breyting á byggingarreit að Melavegi 7.
Afgreiðslur:
1. Erindi nr. 1806003. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi í landi Flatnefsstaða á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra. Skipulagsgögnin samanstanda af tveimur skipulagsuppdráttum og greinargerð með skipulags- og byggingarskilmálum dags. 18.09.2018 frá Landslagi ehf. ásamt fornleifaskýrslu merkt. 2018/205 frá Byggðarsafni Skagfirðinga.
Lagðar voru fram umsagnir og athugasemdir sem bárust vegna deiliskipulagslýsingarinnar sem var auglýst frá 19. júní – 10. júlí 2018. Athugasemdum var komið á framfæri við umsækjanda sem tók tillit til þeirra við gerð skipulagsins
Sveitarstjóra er falið að kynna tillöguna og forsendur hennar fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en hún verður lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.
Málið var áður á dagsskrá á 298. fundi ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Erindi nr. 1809056. Sigríður Anna Ellerup, kt. 010665-4189, sækir fyrir hönd Vegagerðarinnar kt. 680269-2899; og Hjalta H. Hjaltasonar og Sigurðar Inga Hjaltasonar í umboði landeiganda Sigríðar E Konráðsdóttur kt. 230332-2589, um leyfi til að stofna 27.124 m2, landsspildu úr Gnýstöðum, lnr. 144167, á Vatnsnesi vegna framkvæmda við Vatnsnesveg sem felur í sér breytta legu hans. Sjá meðfylgjandi uppdrátt.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskipin og stofnun lóðarinnar.
3. Erindi nr. 1809050. Erindi þar sem Ingunn Reynisdóttir, kt. 220567-3039, f.h. Dýrin mín stór og smá ehf. kt. 670505-1030 óskar eftir að koma fyrir 4 x 12 m stöðuhýsi á jörðinni Syðri-Völlum, lnr. 144503. Meðfylgjandi eru myndir sem sýna stöðuhýsið. (Syðri-Vellir lóð 1, sumarbústaður 64,8 ath). Meðfylgjandi er skriflegt samþykki lóðarhafa.
Skipulags- og umhverfisráð frestar erindinu og felur byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra að meta stöðuhýsið og óska eftir frekari gögnum.
4. Erindi nr. 1810013. Unnsteinn Ó Andrésson, kt. 080474-3509 sækir fyrir hönd Húnaþings vestra, kt. 540598-2829, um framkvæmdaleyfi fyrir borun eftir heitu vatni á Reykjatanga. Staðsetning holanna er austan við núverandi borholur, austan landamerkja Reykjatanga og jarðarinnar Reykja. Meðfylgjandi er uppdráttur unnin af Skúla Hún Hilmarssyni af framkvæmdasvæðinu þar sem holurnar eru hnitsettar. Jarðhitaréttindi eru í eigu Húnaþings vestra.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framkvæmdaleyfið með fyrirvara um samþykki eigenda Reykja.
5. Erindi nr. 1708002. Sverrir Sigurðsson sækir með bréfi mótt. 10.10.2018, fyrir hönd SKVH, um framlengingu á stöðuleyfi til 01.10.2019 fyrir sviðaaðstöðu í tveimur gámum vestan Hafnarbrautar 5. Um er að ræða gám með aðstöðu til að svíða hausa sem tengdur er við húsið með færiböndum og við gashylki sunnan við hann. Útsog frá svíðingu er tengt reyksíum í öðrum gámi sunnan við sviðagáminn. Jákvæð umsögn heilbrigðiseftirlits liggur fyrir.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlengingu stöðuleyfis til 01.10.2019.
6. Erindi nr. 1806026. Óttar Karlsson kt.051176-4569sækirmeð erindi dags. 11.10.2018 um byggingarleyfi fyrir bátaskýli/jarðhýsi í landi sínu Hvoll lóð nr. 26 lnr. L193269 samkvæmt meðfylgjandi teikningum nr. 001 og 002 dags. 17.09.2018. Stærð húss er 34,4m2
Málið var áður á dagsskrá á 301. fundi ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Kynna þarf málið fyrir landeigendum og lóðarhöfum eftirtalinna lóða: Hvoll lóð nr. 22, 24, 28 og 30 , samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
7. Erindi nr. 1810019. Magnús Pétursson kt. 290187-3549 óskar með erindi dags. 11.10.2018 eftir breytingu á byggingarreit vegna fyrirhugaðrar byggingar bílageymslu á lóð sinni að Melavegi 7, Hvammstanga, samkvæmt meðfylgjandi skýringarmynd.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið með fyrivara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Grenndarkynna þarf breytinguna fyrir lóðarhöfum að Melavegi 5 og 9 og Hjallavegi 8, samkæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:25