308. fundur

308. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 4. apríl 2019 kl. 17:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundinn sátu:

Pétur Arnarsson, Guðjón Þórarinn Loftsson, Erla Björg Kristinsdóttir, Guðmundur Ísfeld, Hallfríður Ósk Ólafsdóttir.

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson Byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:

  1.        Erindi nr. 1901011-2. Lindarvegur 1 og 5, niðurstaða grenndarkynningar.
  2.       Erindi nr. 1902003. Norðurbraut 24, niðurstaða grenndarkynningar.
  3.       Erindi nr. 1705004. Bakkatún 8, umsókn um sérheiti.
  4.       Erindi nr. 1904003. Norðurbraut 13, breytt lóðarstærð.
  5.       Erindi nr. 1904004. Norðurbraut 15, stofnun nýrrar lóðar.
  6.       Erindi nr. 1903025. Garðavegur 26, umsókn um bílastæði.

Tekið á dagskrá:

7.       Erindi nr. 1904005. Freysvík, byggingarreitur.

 

Afgreiðslur:

  1.        Erindi nr. 1901011-2. Á 306. fundi skipulags- og umhverfisráðs voru kynntar hugmyndir Hoffells ehf, kt. 500118-0670, um byggingu raðhúsa á lóðunum Lindarvegi 1 og 5. Skipulags- og umhverfisráð lagði til að hugmyndirnar yrðu grenndarkynntar og sveitarstjórn samþykkti það 14. febrúar s.l.  Grenndarkynningin fór fram 05.03.2019 til 02.04.2019. Athugasemdir bárust frá Atla Benónýssyni fyrir hönd Lindarbýlis ehf, kt. 411117-0730. Engar aðrar athugasemdir bárust. Fyrir fundinum liggur tillaga skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdunum.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlögð svör við athugasemdum en fellst ekki á fram komin sjónarmið í athugasemdunum að öðru leyti.

Skipulags- og umhverfisráð telur að skilmálar í gildandi deiliskipulagi um raðhúsin á lóðum við Lindarveg séu opnir og leiðbeinandi hvað varðar staðsetningu innan byggingarreita á lóð og form húsanna.

Skipulags- og umhverfisráð fylgir jafnræðisreglu um aðlögun umsækjenda að væntingum um nýtingu lóðanna með tilliti til hagkvæmni í framkvæmd og núverandi aðstæðna í samfélaginu. Framlögð gögn fylgja stefnu og skilmálum deiliskipulagsins í meginatriðum innan byggingarreits og innan hámarks mænishæðar og gera grein fyrir aðgerðum til að koma í veg fyrir einsleitni.

 

2.       Erindi nr. 1902003.Davíð Gestsson kt. 171264-4489 sækir með erindi mótteknu 6. febrúar 2019, fyrir hönd Sláturhúss KVH, kt. 590106-0970, um leyfi til að byggja nýja frystigeymslu við norðurenda sláturhússins. Var áður á dagskrá 306. fundar Skipulags- og umhverfisráðs og tekið fyrir á 309. fundi sveitarstjórnar, þar sem samþykkt var stækkun byggingarreits og lóðar norðan við húsið. Samþykkt var að grenndarkynna fyrirætlanir lóðarhafa.

Tillagan var grenndarkynnt skv. 2. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga frá 25 feb. til 20 mars 2019 og bárust engar athugasemdir.

Skipulags-og umhverfisráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi austan Norðurbrautar, frá 2012, vegna Norðurbrautar 24, skipulagsuppdrátt frá Landmótun dags. 12. febrúar 2019. Málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytingu á byggingarreit og stækkun lóðar til norðurs.

 

3.       Erindi nr. 1705004. Umsókn frá Eric Ruben dos Santos, kt. 240972-2129, um leyfi til að skrá sérheitið „Sjávarbakki“ við lóð sína Bakkatún 8. Sérheitinu verður bætt við staðfang hússins.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að ganga frá skráningu sérheitisins hjá Þjóðskrá.

 4.         Erindi nr. 1904003. Byggingarfulltrúi leggur fram leiðrétt lóðarblað fyrir Norðurbraut 13,  L144385. Í ljós kom að lóðin er ívið stærri en áður var talið. Lóðin var skráð 2159 m2 en mælist 2350 m2.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir leiðrétta lóðarstærð og felur byggingarfulltrúa að breyta skráningu hennar og lóðarsamningi.

 5.         Erindi nr. 1904004. Byggingarfulltrúi leggur fram lóðarblað fyrir Norðurbraut 15, L228459. Um er að ræða stofnun lóðar samkvæmt deiliskipulagi Túnahverfis. Lóðarstærðin er 2357 m2.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir lóðarblaðið.

 6.         Erindi nr. 1903025. Bjarni Þór Einarsson sækir fyrir hönd eigenda Garðavegar 26, um leyfi til að fjölga bílastæðum á lóð hússins skv. meðfylgjandi teikningu gerðri af Ráðbarði sf. Teikningin sýnir fjögur ný 2,85 m breið gestabílastæði ásamt viðbótarbílastæði fyrir heimilisbílinn. Yfirborðsfrágangur bílastæðanna verður steinsteypa. Óskað er eftir því að þegar sveitarfélagið lýkur við að steypa gangstétt við götu, sem fjarlægð var vegna endurnýjunar á lögnum sl. sumar, að yfirkeyrslukantur verði á gangstéttinni framan við bílastæðin.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir gerð bílastæðanna og vísar ósk um frágang gangstéttar til framkvæmdasviðs Húnaþings vestra.

 7.         Erindi nr. 1904005. Þórhallur Jónsson, kt. 161252-2559 og Hólmfríður Ósamann Jónsdóttir, kt. 030966-5039, leggja inn lóðarblað með endurskoðuðum hnitum ásamt hnitsettum byggingarreit á lóð sinni, Freysvík, L208887.  Gert er ráð fyrir því að innan byggingarreitsins sé hægt að byggja íbúðarhús, bátaskýli / bílskúr ásamt gestahúsi.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir lóðarblaðið og byggingarreitinn en bendir á að byggingar þurfa að vera í 50 m fjarlægð frá sjó.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00

Var efnið á síðunni hjálplegt?