313. fundur

313. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn miðvikudaginn 11. september 2019 kl. 17:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson formaður, Guðmundur Ísfeld, Erla Björg Kristinsdóttir, Birkir Snær Gunnlaugsson og Hallfríður Ósk Ólafsdóttir.

Starfsmenn

Byggingarfulltrúi: Ólafur Jakobsson.

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:
1. Erindi nr. 1909034. Reglur um umferð í þéttbýli í Húnaþingi vestra.
2. Erindi nr. 1908001. Staðarskáli (gamli), endurnýja ytra byrði og fjarlægja olíugeyma.
3. Erindi nr. 1908032. Steinholt, stofnun lóðar úr landi Syðri-Reykja.
4. Erindi nr. 1802019. Öryggishandrið við Kolugljúfur.
5. Erindi nr. 1903006. Deiliskipulag Skólareits.
6. Erindi nr. 1909017. Ljósleiðari lagður um Vatnsnes og Vesturhóp.
Tekið á dagskrá:
7. Erindi nr. 1808007. Múlalundur, afmörkun lóðar.


Afgreiðslur:
1. Erindi nr. 1909034. Lögð er fram tillaga að breytingum á núgildandi reglum um umferð í þéttbýli í Húnaþingi vestra sem settar eru samkvæmt heimild í 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Pétur Arnarsson leggur fram tillögu að endurskoðuðum reglum. Núgildandi reglur voru samþykktar í sveitarstjórn 14. júní 2012.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að vinna að tillögu að breytingum og endurskoðun á auglýsingunni í heild. Einnig var ákveðið að vinna umferðaröryggisáætlun fyrir Húnaþing vestra.

2. Erindi nr. 1908001. Helga G. Vilmundardóttir, kt. 080379-4719, sækir með erindi mótteknu 1.8.2019, um eftirfarandi f.h. N1 hf,: a) Leyfi til að flytja af lóð gamla Staðarskála hús merkt F2240586, Bensínstöð. b) Leyfi til að fjarlægja 6 eldsneytistanka sem grafnir eru í jörð. c) Breyta eign merkt F2132865, m.a. að breyta gluggum á norðurhlið skv. meðfylgjandi teikningum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir a og c lið fyrir sitt leyti. Ráðið samþykkir b lið að því tilskyldu að verkið verði unnið í nánu samráði við heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra og frágangur, förgun efnis og spilliefna verði í samráði við HNV.

3. Erindi nr. 1908032. Gunnar Ægir Björnsson, kt. 121178-5679, sækir fyrir hönd Með ehf, kt. 521005-0330, með erindi dagsettu 27.08.2019 um leyfi til stofna lóð úr jörðinni Syðri-Reykjum í Miðfirði, L144151. Hin nýja lóð fær landnúmerið 229073 og staðfangið (heitið) Steinholt. Lóðin verður ekki tekin úr landbúnaðarnotkun. Lögbýlisréttur og hlunnindi tilheyra áfram Syðri-Reykjum L144151. Engar byggingar eru innan marka lóðarinnar. Afmarkaður er byggingarreitur á lóðinni þar sem áformað er að byggja sumarhús.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin og byggingarreitinn.

4. Erindi nr. 1802019. Björn Bjarnason, kt. 1304461-2209, sækir fyrir hönd Húnaþings vestra, kt. 540598-2829, um byggingarleyfi fyrir öryggishandriði við Kolugljúfur samkvæmt teikningum eftir Arnar Birgi Ólafsson. Handriðið er sett upp vegna fallhættu við stíg vestan Víðidalsár og einnig til að hindra aðgengi að varasömum klettum sem freistað hafa ferðamanna.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi teikningar af öryggishandriði og vísar málinu til byggingarfulltrúa að öðru leyti.

5. Erindi nr. 1903006. Tillaga að deiliskipulagi skólasvæðisins á Hvammstanga og til samræmis tillaga að breytingu á deiliskipulagi austan Norðurbrautar voru auglýstar 20. júlí 2019 með athugasemdafresti til 1. september í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir og athugasemdir bárust frá fjórum aðilum er varðar tillögu að deiliskipulagi skólasvæðisins á Hvammstanga. Úrdráttur úr innsendum athugasemdum og svör skipulags- og umhverfisráðs eru í fyrirliggjandi skjali.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að gera skuli óverulega breytingu á tillögu að deiliskipulagi skólasvæðisins á Hvammstanga til samræmis við svör við innkomnum athugasemdum og umsögnum. Í framhaldi mun lagfærð tillaga og tillaga að breytingu á deiliskipulagi austan Norðurbrautar verða teknar til endanlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6. Erindi nr. 1909017. Skúli Húnn Hilmarsson, kt. 190675-4679, sækir fh. Húnaþings vestra, kt. 540598-2829, um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara í Vesturhópi út Vatnsnes frá Gottorp í Krossanes, annars vegar, og um Vatnsnes vestanvert frá Sauðá í Saurbæ og inn Katadal og Þorgrímsstaðadal hins vegar. Meðfylgjandi eru teikningar af lagnaleiðunum í tveimur aðskildum settum. Einnig fylgja teikningar frá Mílu með tæknilegum upplýsingum sem byggja á sömu lagnaleið og áðurnefndar teikningar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið en kallar eftir umsögn Minjastofnunar.

Tekið á dagsskrá:

7. Erindi nr. 1808007. Hermína Gunnarsdóttir, kt. 211061-2789 og Stefanía Gunnarsdóttir kt. 080960-3959 sækja með erindi mótteknu 2. ágúst 2018 um afmörkun lóðarinnar Múlalunds við Miðfjarðarvatn. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur eftir Skúla Hún Hilmarsson. Hnitsetning lóðarinnar er samkvæmt stofnskjali, þinglýst gjafaafsal Nr. 26181 dagsett 17. júní 1967, og stækkun samkvæmt þinglýstu gjafaafsali nr. 828 dagsett 17. júlí 1997. Landnúmer lóðarinnar er 228874 og flatarmál á innlögðum uppdrætti er 1,75 ha.
Í gjafaafsali stendur um afmörkun lóðarinnar: „að sunnan af línu sem hugsast dregin 50 m fyrir ofan fjöruborð Miðfjarðarvatns“. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið með því skilyrði að uppdrátturinn verði lagfærður með tilliti til þessa ákvæðis og stærð breytt til samræmis.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:10

Var efnið á síðunni hjálplegt?