321. fundur

321. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 4. júní 2020 kl. 17:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson formaður, Guðjón Þórarinn Loftsson og Sigurður Björn Gunnlaugsson

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson.

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:
1. Erindi nr. 2006008. Syðrivellir land 1 og 2.
2. Erindi nr. 2005009. Strandgata 9, viðbygging.
3. Erindi nr. 2003088. Hrútatunga tengivirki, tillaga að deiliskipulagi.
4. Erindi nr. 2006002. Þverá í Núpsdal, nafnabreyting.
5. Erindi nr. 2004005. Grundartún 14, bílskúr – byggingarreitur.
6. Erindi nr. 2006006. Kolþernumýri, niðurrif.
7. Erindi nr. 2005047. Stóra Ásgeirsá, niðurrif.

Afgreiðslur:
1. Erindi 2006008. Eiríkur Pálsson, kt. 190641-6519 og Ingibjörg Þorbergsdóttir, kt. 260544-2179, sækja með erindi mótteknu í tölvupósti, 07.05.2020 um staðfestingu á landamerkjum Syðri-Valla lands, L144504. Einnig sækja þau um stofnun landskika úr áðurnefndu landi samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Nýr lóðarhluti fær staðfangið Syðri-Vellir land 2 og einnig breytist sá hluti upprunalands sem eftir verður í Syðri-Vellir land 1. Sá hluti heldur sínu landnúmeri en nýtt landnúmer fyrir Syðri-Velli land 2 verður til við landskiptin.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir afmörkun Syðri-Valla lands og afmörku Syðri-Valla-1 og 2 eftir skiptin.

2. Erindi 2006009. Baldur Úlfar Haraldsson, kt. 260165-5649, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu vestan við hús sitt Strandgötu 9. Meðfylgjandi eru hugmyndir að staðsetningu viðbyggingarinnar og sýna þær ásýnd hússins úr ýmsum áttum, alls 7 útlitsmyndir auk afstöðumyndar. Myndirnar gefa góða hugmynd af því hvernig húsið muni líta út og hvernig það muni falla að núverandi byggð. Hólmfríður Jónsdóttir arkitekt gerði myndirnar.
Skipulags- og umhverfisráð ályktar að fara skuli fram grenndarkynning byggingarreits viðbyggingar. Samkvæmt leiðbeiningarblaði 8b frá Skipulagsstofnun, skal kynna byggingarreit og útlínur hússins fyrir eigendum eftirtalinna lóða: Strandgötu 7, 10 og 11.

3. Erindi nr. 2003088. Landsnet hf, kt. 580804-2410, lóðarhafi iðnaðar- og athafnalóðarinnar Hrútatunga lóð, landnúmer 180672 óskaði 31. mars eftir heimild til að láta vinna nýtt deiliskipulag fyrir lóðina á sinn kostnað og óskaði jafnframt eftir samþykki Skipulags- og umhverfisráðs og staðfestingu sveitarstjórnar á framlagðri skipulagslýsingu.
Skipulagslýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag vegan tengivirkis í landi Hrútatungu, hefur nú fengið meðferð í samræmi við 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010, með auglýsingu á tímabilinu 24.04.2020-17.05.2020. Fimm umsagnir bárust og voru hafðar til hliðsjónar við skipulagsvinnuna.
Aðalsteinn Guðmannsson fh. Landsnets hf kt. 580804-2410 óskar eftir að Húnaþing vestra samþykkir og auglýsi meðfylgjandi deiliskipulagstöllögu samhliða minniháttar aðalskipulagsbreytingu, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að staðfest verði minni háttar leiðrétting á afmörkun svæðisins í aðalskipulagi, þannig að landnotkun breytist úr landbúnaðarnotkun (L) í iðnaðarsvæði (I) með merkinguna I-6. Afmörkun I-6 verði lóðamörk, eins og deiliskipulag sýnir. Tillagan um minniháttar aðalskipulagsbreytingu er sýnd á uppdrætti AS01 útg. 03.06.2020 unnum hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Tillaga að aðalskipulagsbreytingu mun hljóta kynningu skv. 2. mgr 30. gr. Skipulagslaga fyrir afgreiðslu sveitarstjórnar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og leggur til við sveitarstjórn að auglýsa samhliða tillögu að deiliskipulagi og aðalskipulagsbreytingu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4. Erindi nr. 2006002. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir f.h. Húnaþings vestra sækir um breytt staðfang fyrir eyðijörðina Þverá í Miðfirði, L144095. Nýtt staðfang verði Þverá í Núpsdal. Þetta er gert til að greina á einfaldan hátt á milli Þverárbæjanna í Vesturhópi og eyðibýlisins Þverár í Miðfirði sem ekki er eins vel þekkt.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

5. Erindi nr. 2004005. Niðurstaða grenndarkynningar vegna afmörkunar byggingarreits vegna bílskúrs að Grundartúni 14, engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.
6. Erindi nr. 2006004. Ágúst Ísfjörð kt. 030844-3519 sækir um leyfi til að rífa skúr að Kolþernumýri L144546 mhl. 04, skráð sem sumarbústaður í fasteignaskrá.
Skipulagsö og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda, en bendir á að skila þarf inn veðbókarvottorði vegna ofantalinnar byggingar. Ráðið vísar málinu að öðru leyti til heilbrigðiseftirlits viðvíkandi útfærslu förgunar/urðunar og meðferð spilliefna.
7. Erindi nr. 2005047. Magnús Ásgeir Elíasson kt. 180385-2199 sækir um leyfi til að rífa eftirfarandi byggingar á landi sínu Stóru-Ásgeirsá L144636 mhl. 23 vélageymsla, mhl. 04 hesthús og mhl. 05 fjós.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda, en bendir á að skila þarf inn veðbókarvottorði vegna ofantalinna bygginga. Ráðið vísar málinu að öðru leyti til heilbrigðiseftirlits viðvíkjandi útfærslu förgunar/urðunar og meðferð spilliefna.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Lagt fram til kynningar:

Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 51 og 52.


Fundi slitið kl. 18:45

Var efnið á síðunni hjálplegt?