323. fundur

323. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 6. ágúst 2020 kl. 17:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson formaður, Erla Björg Kristinsdóttir og Hallfríður Ólafsdóttir.

Starfsmenn

Byggingarfulltrúi, Ólafur Jakobsson.

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson.

Dagskrá:

  1.     Erindi nr. 20080x1. Klapparstígur 7, afmörkun lóðar.
  2.     Erindi nr. 20080x2. Klapparstígur 9, afmörkun lóðar.
  3.     Erindi nr. 2006009. Strandgata 9 viðbygging, niðurstaða grenndarkynningar.
  4.     Erindi nr. 20080x3. Syðsti-Ós lóð II, landskipti og stækkun lóðar, breytt staðfang.

Tekið á dagskrá:

     5.       Erindi nr. 20080x4. Norðurbraut 24, ný innkeyrsla á lóð.

 

Afgreiðslur:

1.         Erindi 20080x1. Svava Lilja Magnúsdóttir, kt.  230759-5299, sækir með tölvupósti mótteknum 6. ágúst sl. um staðfestingu á afmörkun lóðar sinnar Klapparstígs 7, L144345, í samræmi við fyrirliggjandi lóðarblað gerðu af Skúla Hún Hilmarssyni, dags. 05.03.2020. Lóðin er 538 m2 en var skráð 505 m2 í fasteignaskrá.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir uppfærð lóðarmörk Klapparstígs 7 eins og sýnd eru á fyrirliggjandi uppdrætti. Pétur Arnarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

      

2.         Erindi 20080x2. Nína Björg Sveinsdóttir, kt. 250969-5629, sækir með tölvupósti mótteknum 6. ágúst sl. um staðfestingu á afmörkun lóðar sinnar Klapparstígs 9, L144346, í samræmi við fyrirliggjandi lóðarblað gerðu af Skúla Hún Hilmarssyni, dags. 05.03.2020. Lóðin er 777 m2 en var skráð 475 m2 í fasteignaskrá.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir uppfærð lóðarmörk Klapparstígs 9 eins og sýnd eru á fyrirliggjandi uppdrætti.

 

3.         Erindi nr. 2006009. Skipulags- og umhverfisráð Húnaþings vestra ákvað á fundi sínum 4. júní sl., að grenndarkynna skyldi viðbyggingu við íbúðarhúsið Strandgötu 9, þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Viðbyggingin kemur vestan við húsið við norðurlóðarmörk. Eigendur Strandgötu 9 óska eftir leyfi til að reisa viðbygginguna skv. skýringarmyndum sem fylgdu með umsókninni. Skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010 var eftirtöldum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að tjá sig um áðurnefndar hugmyndir um viðbyggingu: Húseigendum Strandgötu 7, 10 og 11. Svar barst frá eigendum eins hússins og var það jákvætt. Eigendur hinna húsanna gerðu ekki athugasemdir.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í hugmyndir um viðbygginguna við Strandgötu 9. Viðbyggingin skal vera í samræmi við þær myndir sem fylgdu grenndarkynningunni.

 

4.         Erindi nr. 20080x3. Sveinn Óli Friðriksson, kt. 241088-2869, sækir fyrir hönd Ósbúsins ehf, kt. 440613-0630, eiganda Syðsta-Óss L144152, um heimild til að stækka lóð úr landi jarðarinnar sem nú er skráð; Syðsti-Ós lóð II, L212049, úr 5.200 m2 í 20.000 m2, skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti ÓK0701, dags. 25. júlí 2020, gerðum hjá Ráðbarði sf. verkfræðistofu af Bjarna Þór Einarssyni, byggingartæknifræðingi. Jafnframt er sótt um að landspildan fái heitið Króksá.  Landspildan verður ekki tekin úr landbúnaðarnotkun.  Lögbýlisréttur og hlunnindi tilheyra áfram Syðsta-Ósi, L144152.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskipin og stækkun lóðarinnar Syðsti-Ós lóð II, L212049, úr 5.200 m2 í 20.000 m2. Ráðið samþykkir einnig breytt staðfang (nafn); Króksá.

 

5.         Erindi nr. 20080x4. Davíð Gestsson, kt. 240767-5119, sækir fyrir hönd SKVH efh með erindi mótteknu 5. ágúst sl. um bráðabirgðaleyfi fyrir breyttri akstursleið fyrir fjárflutningabíla á tímabilinu 1. september til 31. október 2020, milli 8.00 og 18.00. Ekið verði frá Norðurbraut upp Hvammaveg og beygt inná lóð sláturhússins fyrir ofan fjárréttina.

Skipulags- og umhverfisráð frestar erindinu og kallar eftir greinargerð varðandi framtíðaraðkomu fjárflutningabíla.

 

Lagt fram til kynningar:

Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 55.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

 

                                                                                                            Fundi slitið kl. 18:20

Var efnið á síðunni hjálplegt?