Dagskrá:
- Erindi nr. 2009068. Bakkatún 6, staðsetning húss á lóð.
- Erindi nr. 2011011. Eyri, umsókn um breytingu á skipulagi.
Afgreiðslur:
- Erindi nr. 2009068. Farið var yfir athugasemdir og viðbrögð vegna grenndarkynningarinnar. Byggingarfulltrúi leggur fram tillögu að breytingu á byggingarreit á lóðinni Bakkatúni 6, L211558. Lagt er til að reiturinn stækki til vesturs um 3 m.
Skiplags- og umhverfisráð samþykkir erindið.
2. Erindi nr. 2011011. Eigendur Eyrar landnr. 144421, Jóhann Albertsson, kt. 240758-3859 og Kolbrún Grétarsdóttir, kt. 080469-3859, óska eftir því að lóðin falli undir sömu skipulagsskilmála og eru í samþykktu deiliskipulagi fyrir smábýli vestan Höfðabrautar, eins og við á. Reiturinn Eyri, sem skilgreindur er í aðalskipulagi sem íbúðasvæði ÍB-6, er allur ein lóð og er 9260m2 að stærð. Ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið sem Eyri stendur á.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að litið verði á Eyri sem smábýli eftir því sem við á.
Lagt fram til kynningar:
Fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 60.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 17:50