Dagskrá:
1. Erindi nr. 2102010. Teigagrund 6 Laugarbakka, landnr. 144186 - skjólveggur.
2. Erindi nr. 2102011. Hólabreið landnr. 144489 – Hnitsetning lands og byggingarreitur.
Afgreiðslur:
1. Erindi nr. 2102010. Pálína Fanney Skúladóttir Teigagrund 6, Laugarbakka leggur fram uppdrætti frá Ráðbarði sf. dags. 18.02.2020 með skjólveggjum á lóðamörkum Teigagrundar 6 að vestan og norðan. Málið er skráð sem tilkynnt framkvæmd. Á uppdráttunum kemur fram skriflegt samþykki lóðarhafa Teigagrundar 4.
Skiplags- og umhverfisráð samþykkir að fyrirhugaðir skjólveggir séu innan skilmála byggingarreglugerðar en leggur áherslu á að framkvæmdir og frágangur við gangstétt sé í samráði við sveitarfélagið.
2. Erindi nr. 2102011. Arnar Hrólfsson sækir fyrir hönd eiganda Hólabreiðar, landnr. 144489, um leyfi fyrir byggingarreit fyrir sumarbústað og staðfestingu á hnitsetningu lands. Meðfylgjandi er uppdráttur frá Káraborg ehf. dags. 29.06.2020.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingarreitinn og tekur jákvætt í hnitsetta afmörkun landeignarinnar og felur byggingarfulltrúa að sannreyna afmörkunina.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:22