Dagskrá:
1. Erindi nr. 2103039. Sandalækur, ræsi í stað brúar.
2. Erindi nr. 2103059. Vatnshóll, niðurrif.
3. Erindi nr. 2103058. Efra-Vatnshorn, niðurrif.
4. Erindi nr. 2103055. Vindmyllur í Borgarbyggð, umsögn.
5. Erindi nr. 2103057. Hraðavaraskilti við ákvörðun staðsetningar.
Tekið á dagskrá:
6. Erindi nr. 2103068. Bær lóð, fjarlægja tækjahús.
Ína Björk Ársælsdóttir kynnir stöðu á hönnun skólalóðar við Grunnskóla Húnaþings vestra og framkvæmdaáætlun sumarsins.
Afgreiðslur:
1. Erindi nr. 2103039. Vegagerðin sækir með bréfi dagsettu 16. mars 2021 um framkvæmdaleyfi á Heggstaðavegi (702). Sett verða tvö ræsi í stað mjórrar brúar sem þar er í dag. Fyrir fundinum liggur samþykki bæði Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu á framkvæmdinni ásamt samþykki landeigenda. Skipulags- og umhverfisráð telur framkvæmdina falla undir 2. mgr. 5. gr. í reglugerð nr. 772/2012, um óverulega framkvæmd sem fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum og sé í samræmi við gildandi Aðalskipulag. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framkvæmdaleyfið. Ráðið bendir á að farga skal úrgangi á viðeigandi hátt.
2. Erindi nr. 2103059. Halldór Líndal Jósafatsson kt. 120368-5249 eigandi Vatnshóls lnr. 144514 sækir með bréfi dagsettu 25. mars 2021 um leyfi til að rífa votheysturn mhl 07. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda, en bendir á að skila þarf inn veðbókavottorði vegna ofantalinnar byggingar. Ráðið bendir á að farga skal úrgangi á viðeigandi hátt.
3. Erindi nr. 2103058. Halldór Líndal Jósafatsson kt. 120368-5249 eigandi Efra – Vatnshorns lnr. 144461, sækir með bréfi dagsettu 25. mars 2021 um leyfi til að rífa eftirtalin hús; Fjárhús mhl 03, hlöðu mhl 07 og votheysturn mhl 09. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda, en bendir á að skila þarf inn veðbókavottorði vegna ofantalinna bygginga. Ráðið bendir á að farga skal úrgangi á viðeigandi hátt.
4. Erindi nr. 2103055. Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar óskar með bréfi dagsettu 9. mars 2021 eftir umsögn Húnaþings vestra á skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Í breytingunni er gert ráð fyrir að skilgreina iðnaðarsvæði á Grjóthálsi í landi Hafþórsstaða og Sigmundarstaða þar sem fyrirhugað er að virkja vindorku. Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna en áskilur sér rétt til að gera athugasemdir á síðari stigum málsins.
5. Erindi nr. 2103057. Vegagerðin áformar að setja upp tvö hraðavaraskilti við þjóðveginn í gegnum Hvammstanga. Fyrir fundinum liggja tillögur Vegagerðarinnar að staðsetningu skiltanna. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að staðsetning skiltis við Norðurbraut verði norðan Hvammavegar og skiltið við Hvammstangabraut að sunnan verði sem næst gatnamótum við Eyrarland. Ráðið lýsir ánægju með framkvæmd Vegagerðarinnar til að bæta umferðaröryggi.
6. Erindi nr. 2103068. Jón G. Magnússon, kt. 010573-4679, sækir fyrir hönd Símans hf, kt. 500269-6779, um leyfi til að fjarlægja tækjahús, mhl 01, sem er á lóðinni „Bær lóð“ L208291.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir brottflutning hússins.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:30