Dagskrá:
1. Erindi nr. 2105016. Stóra-Borg Ytri, stofnun lóðar.
2. Erindi nr. 2105035. Hvammstangabraut 12, girðing á lóðamörkum.
3. Erindi nr. 2106006. Syðri-Vellir land, hús á lóð.
4. Erindi nr. 2106007. Eyrarland 1, breyting á innra skipulagi, flóttaleiðum og uppsetning palls.
Tekið á dagskrá:
5. Erindi nr. 2106009. Höfðabraut 3, garðhús á lóðamörkum.
Afgreiðslur:
1. Erindi nr. 2105016. Stóraborg ehf. kt. 470717-1570 og Vélaleigan Lind ehf. kt. 420115-1130, eigendur jarðanna Stóra-Borg Ytri 1, lnr. 144568 og Stóra-Borg Ytri 2, lnr. 144569, sækja um stofnun lóðar úr fyrrgreindum jörðum samkvæmt framlögðum uppdrætti dagsettum 01.05.2021. Samþykki frá eigendum aðliggjandi jarða um afmörkun liggur fyrir sem og samþykki fyrir því að lóðin fái heitið Stóraborg. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.
2. Erindi nr. 2105035. Davíð G. Kristinsson, kt.290156-7699, sækir um að setja upp girðingu á lóðamörkum Hvammstangabrautar 12. Skipulags- og umhverfisráð bendir á að girðingar á lóðamörkum eru háðar samþykki aðliggjandi lóðahafa.
3. Erindi nr. 2106006. Eiríkur Pálsson, kt. 190641-6519, sækir um að setja hús á lóð sinni, Syðri-Vellir land lnr. 144504. Húsið er gámur sem til stendur að klæða. Meðfylgjandi er teikning með staðsetningu. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjenda en bendir á að skila þarf inn hönnunargögnum.
4. Erindi nr. 2106007. Bjarni Þór Einarsson, f.h. Handbendi Brúðuleikhús ehf. kt. 610317-2190, sækir um tilkynnta framkvæmd á Eyrarlandi 1. Sótt er um að breyta innra skipulagi á rými 0205, koma fyrir flóttaleið á austurhlið og uppsetningu á palli við suðurgafl hússins samkvæmt innlögðum uppdráttum dags. 31.05.2021. Einnig er innlagður uppdráttur með samþykki Sigurðar Björnssonar, f.h. Kolu ehf., fyrir breytingunum. Skipulags- og umhverfisráð frestar erindinu, og bendir á að framkvæmdin er byggingarleyfisskyld. Einnig bendir ráðið á að húsið sé fjöleignahús og þurfi að lúta reglum sem um þau gilda.
5. Erindi nr. 2106009. Jón Haukdal, kt. 230456-5269, og Bára Guðbjartssdóttir, kt. 040162-5859, óska eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir staðsetningu smáhýsis nær lóðamörkum en 3 metrar. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda, en bendir á að samþykki aðliggjandi lóðahafa þarf að liggja fyrir. Ekki er heimilt að hafa glugga- eða hurðaop á hliðum sem eru nær lóðamörkum en 3 metrar.
Önnur mál:
Lögð fram til kynningar 65. fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:35