Dagskrá:
- Erindi nr. 2105016. Ytri-Árbakki viðbygging, tilkynnt framkvæmd.
- Erindi nr. 2106045. Tannstaðir garðskáli, tilkynnt framkvæmd.
- Erindi nr. 2106007. Eyrarland 1, breyting á innra skipulagi, flóttaleiðum og uppsetning palls.
- Erindi nr. 2011051. Umsögn. Aðalskipulagsbreyting Dalabyggð „Sólheimar, iðnaðarsvæði til vindorkunýtingar“.
- Erindi nr. 2103018. Vegagerðin, framkvæmdaleyfi.
- Erindi nr. 2107015. Umsögn vegna svæðisskipulags Suðurhálendis.
- Erindi nr. 2107002. Borgarbyggð, umsögn vegna breytinga á aðalskipulagi.
Tekið á dagskrá:
8. Erindi nr. 2107024. Syðri-Jaðar landskipti.
Afgreiðslur:
- Erindi nr. 2105016. Ingvar H. Jakobsson, kt. 150351-3759, tilkynnir um framkvæmd sem er tengibygging milli mhl. 01 og mhl. 02 á Ytri-Árbakka, lnr.144447, samkvæmt innlögðum uppdráttum frá Teiknistofunni Kvarði ehf.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin.
2. Erindi nr. 2106045. Þorgrímur Daníelsson, kt. 070164-3889, tilkynnir um framkvæmd sem er bygging 40fm. garðskála á Tannstöðum, lnr. 144055, samkvæmt innlögðum uppdrætti gerðum af Faglausn ehf.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin.
3. Erindi nr. 2106007. Bjarni Þór Einarsson, f.h. Handbendi Brúðuleikhús ehf. kt. 610317-2190, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á Eyrarlandi 1. Sótt er um að breyta innra skipulagi á rými 0205, koma fyrir flóttaleið á austurhlið og uppsetningu á palli við suðurgafl hússins samkvæmt innlögðum uppdráttum dags. 31.05.2021. Einnig er innlagt skriflegt samþykki eigenda Eyrarlands 1 fyrir breytingunum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.
4. Erindi nr. 2011051. Sveitarfélagið Dalabyggð, kt. 510694-2019, óskar með tölvupóstinóvember sl., eftir umsögn við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 vegna vindorkuvers í landi Sólheima, í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur vegna tillögunnar var til 20. janúar 2021. Málið var áður á dagskrá 327. fundar skipulags- og umhverfisráðs.
Íbúafundur um nýtingu vindorku í landi Sólheima í Dalabyggð var haldinn í Tangahúsi á Borðeyri þriðjudaginn 15. júní klukkan 17. Fyrirtækið Qair, vindorkugarður í landi Sólheima og staða skipulagsmála (Sólheimar, iðnaðarsvæði til vindorkunýtingar) voru kynnt.
Aðalskipulagsbreytingin felst í aðalatriðum í því að 400ha iðnaðarsvæði til vindorkunýtingar við sveitarfélagsmörk Húnaþings vestra og Dalabyggðar, þar sem í núgildandi skipulagi er landbúnaðarsvæði.
Gert er ráð fyrir allt að 30 vindmyllum til raforkuframleiðslu með allt að 150MW framleiðslugetu. Hæð verði 120m upp í miðju hverfils og spaðar í hæstu stöðu í 200m hæð.
Ljóst er að áhrifa af fyrirhuguðum vindmyllugarði mun ekki síður gæta í Húnaþingi vestra en í Dalabyggð.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar kynningar á íbúafundinum og áréttar að í umhverfisáætlun verði sérstaklega gerð grein fyrir áhrifum í Húnaþingi vestra s.s. ásýnd, náttúrufar og framtíðarhagsmuni sveitarfélagsins.
Skipulags- og umhverfisráð áskilur sér rétt til að leggja fram athugasemdir síðar í skipulagsferlinu eftir því sem við á.
5. Erindi nr. 2103018. Margrét Silja Þorkelsdóttir, fyrir hönd Vegagerðarinnar kt. 680269-2899, óskar eftir að framkvæmdaleyfi verði gefið út vegna framkvæmda í Vesturhópi þar sem endurnýja skal brú yfir Vesturhópshólaá ásamt breytingu á veglínu.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að framkvæmdaleyfi verði gefið út, enda liggi fyrir samþykki lendeigenda.
6. Erindi nr. 2107015. Svæðisskipulagsnefnd um svæðisskipulag Suðurhálendis vinnur nú að gerð nýs svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið sem nær til eftirtalinna sveitarfélaga: Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, og Grímsnes- og Grafningshreppur. Auk þessara taka sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg þátt í verkefninu.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna en áskilur sér rétt til að gera athugasemdir á seinni stigum máls.
7. Erindi nr. 2107002. Borgarbyggð, kt. 510694-2289, óskar umsagnar á kynningu á vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar í Húsafelli.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við vinnslutillöguna en áskilur sér rétt til að gera athugasemdir á seinni stigum máls.
8. Erindi nr. 2107024. Guðmundur Ísfeld, kt. 280776-5729, sækir um að um 0,6ha landskika verði skipt úr jörð sinni Syðri-Jaðar, lnr. 144047, og sameinaður aðliggjandi jörð, Tannstöðum lnr. 144055. Innlagður er uppdráttur gerður af Káraborg ehf. dags. 6. júlí 2021.
Guðmundur Ísfeld vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:15