336. fundur

336. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 9. september 2021 kl. 17:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson formaður, Guðmundur Ísfeld, Erla Björg Kristinsdóttir, Þórey Edda Elísdóttir og Birkir Snær Gunnlaugsson

 

 

Starfsmenn

Skúli Húnn Hilmarsson.

Ína Björk Ársælsdóttir.

 

 

 

 

Fundargerð ritaði: Skúli Húnn Hilmarsson

Dagskrá:

  1. Erindi nr. 2108036. Stóra-Ásgeirsá, byggingarleyfisumsókn.
  2. Erindi nr. 2108056. Sauðá, byggingarleyfisumsókn.
  3. Erindi nr. 2108057. Hvammstangahöfn, framkvæmdaleyfi vegna dýpkunar.

 

Tekið á dagskrá:

4. Erindi nr. 2109017. Stóra-Ásgeirsá, stækkun lóðar.

 

 

Afgreiðslur:

1. Erindi nr. 2108036. Magnús Ásgeir Elíasson, kt. 180384-2199, sækir um byggingarleyfi fyrir gistihúsum á Stóru-Ásgeirsá lóð lnr.200590 samkvæmt innlögðum uppdráttum frá Vigfúsi Halldórssyni, kt. 100760-5849. Stækkun lóðar má sjá undir 4. erindi nr. 2109017.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin.

2. Erindi nr. 2108056. Tómas Örn Daníelsson, f.h. Sauðá Vatnsnesi ehf., kt. 490118-2410, sækir um byggingarleyfi fyrir vorskýli sem er viðbygging við áður byggða flatgryfju á Sauðá á Vatnsnesi. Innlagðir eru uppdrættir frá Stoð ehf., kt. 420585-0639.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin.

3. Erindi nr. 2103013. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, hafnarstjóri, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir dýpkun Hvammstangahafnar. Fyrir liggur jákvæð umsögn Umhverfisstofnunar og Hafrannsóknarstofnunar.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

 

Tekið á dagskrá:

4. Erindi nr. 2109017. Magnús Ásgeir Elíasson, kt. 180384-2199, sækir um stækkun lóðarinnar Stóra-Ásgeirsá lóð lnr.200590 samkvæmt innlögðum uppdrætti gerðum að Stoð ehf., kt.420585-0639.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stækkun lóðar með fyrirvara um samþykki landeigenda og að gera skal grein fyrir byggingarreit.

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?