Dagskrá:
- Erindi nr. 2111024. Mörk, stofnun lóðar.
- Erindi nr. 2111025. Hafnarbraut 7, breyting á lóð – óveruleg breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Hvammstanga.
Afgreiðslur:
- Erindi nr. 2111024. Sigurður Þór Ágústsson, kt. 291077-3909, sækir um að stofna lóð úr Mörk lnr. 144188 samkvæmt innlögðum uppdrætti gerðum af Káraborg ehf., kt. 490715-0960.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin.
2. Erindi nr. 2111025. Skipulags- og Byggingarfulltrúar Húnaþings vestra leggja til að farið verði í óverulega breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Hvammstanga. Breytingin felur í sér að lóð verði stofnuð úr Hafnarbraut 7 að norðan og fái heitið Hafnarbraut 7a og á væri núverandi viðbygging.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi vegna fjölgun lóða og samþykkir að grenndarkynna tillöguna lóðarhöfum Brekkugötu 4a og Hafnarbrautar 5 og 7. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að málsmeðferð fari fram skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Guðjón Þórarinn Loftsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:30