341. fundur

341. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 3. febrúar 2022 kl. 17:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson formaður, Guðmundur Ísfeld, Erla Björg Kristinsdóttir, Guðjón Þórarinn Loftsson og Hallfríður Ósk Ólafsdóttir.

Starfsmenn

Starfsmaður byggingarfulltrúa, Skúli Húnn Hilmarsson.
Starfsmaður skipulagsfulltrúa, Elísa Ýr Sverrisdóttir.

Fundargerð ritaði: Skúli Húnn Hilmarsson.

Dagskrá:

  1. Erindi nr. 2111053. Norðurbraut 10, grenndarkynning.
  2. Erindi nr. 2201039. Lækjamót, breyting á staðfangi.
  3. Erindi nr. 2201007. Ásgeirsbrekka, umsókn um heilsárshús.
  4. Erindi nr. 2202002. Staðarbakkakirkja, hnitsetning lóðar.
  5. Erindi nr. 2202003. Staðarbakki 2, stofnun lóðar.
  6. Erindi nr. 2202004. Staðarbakki 1 lóð, landskipti.
  7. Erindi nr. 2202005. Staðarbakki 2 lóð, breytt afmörkun og staðfang.
  8. Erindi nr. 2202006. Staðarbakki 2, landskipti.

 

Afgreiðslur:

  1. Erindi nr. 2111053. Niðurstaða grenndarkynningar vegna byggingarmagns Norðurbraut 10. Á fundi skipulags- og umhverfisráð þann 2. desember s.l. var til afgreiðslu byggingaleyfisumsókn fyrir 183,3 m2 íbúðarhúsi, en á deiliskipulagi er ekki leyfilegt að hafa byggingarreit stærri en 170 m2 að grunnfleti og því var farið fram á að byggingaráform yrðu kynnt fyrir íbúum aðliggjandi lóða. Engar athugasemdir bárust.

Pétur Ragnar Arnarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir færslu og stækkun byggingarreits.

  2. Erindi nr. 2201039. Friðrik Már Sigurðsson, kt. 191180-7129 og Sonja Líndal Þórisdóttir, kt. 140186-3419, eigendur Lækjamóts, F2135295, og Lækjamóts lóð 2, F2135298, sækja um að breyta nöfnum á framangreindum staðföngum í að F2135298 verði Lækjamót og að F2135295 verði Lækjamót land.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytt staðföng.

 3. Erindi nr. 2201007. Elías Guðmundsson, kt.150649-3159, sækir breytta skráningu sumarhúss á Ásgeirsbrekku, lnr. 217996, og verði skráð sem íbúðarhús. Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsfulltrúa um að breytingin samræmist aðalskipulagi. Jafnframt liggur fyrir jákvæð umsögn byggingarfulltrúa um breytta skráningu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytta skráningu.

 4. Erindi nr. 2202002. Magnús Magnússon, kt. 0912724669, fyrir hönd sóknarnefndar Staðarbakkasóknar, óskar eftir staðfestingu á afmörkun lóðar Staðarbakkakirkju, lnr. 144155, samkvæmt uppdrætti gerðum af Önnu Margréti Jónsdóttur dags. 28. janúar 2022.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir afmörkun.

 5. Erindi nr. 2202003. Magnús Magnússon, kt. 0912724669, fyrir hönd Magnúsar Guðmundssonar, kt. 190528-3759, sækir um stofnun lóðar úr Staðarbakka 2, lnr.144156, samkvæmt uppdrætti gerðum af Önnu Margréti Jónsdóttur dags. 28. janúar 2022. Stofnuð lóð fær heitið Staðarbakki IIA.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin.

 6. Erindi nr. 2202004. Magnús Magnússon, kt. 0912724669, fyrir hönd Þórarins Óla Rafnssonar, kt. 270679-5529, sækir um að landspilda úr Staðarbakka 1 lóð, lnr.214160, verði skipt yfir á lóð sem til stendur að stofna, Staðarbakki IIA, samkvæmt uppdrætti gerðum af Önnu Margréti Jónsdóttur dags. 26.janúar 2022.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin.

 7. Erindi nr. 2202005. Magnús Magnússon, kt. 0912724669, fyrir hönd Magnúsar Guðmundssonar, kt. 190528-3759, sækir um að breyta nafni á Staðarbakka 2 lóð, lnr.179938, í Staðarbakki IIB. Einnig er sótt um breytta afmörkun lands samkvæmt uppdrætti gerðum af Önnu Margréti Jónsdóttur dags. 26. janúar 2022. Lóðin er skráð 1466m2 en verður 1470m2 eftir breytingu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytt staðfang og afmörkun.

 8. Erindi nr. 2202006. Magnús Magnússon, kt. 0912724669, fyrir hönd Magnúsar Guðmundssonar, kt. 190528-3759, sækir um að skipta 128 ha. landspildu úr Staðarbakka 2, lnr.144156, og fái stofnuð landspilda heitið Staðarbakki III, samkvæmt uppdrætti gerðum af Önnu Margréti Jónsdóttur dags. 26. janúar 2022.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin en bendir á að samþykki eigenda aðliggjandi jarða þurfi að liggja fyrir.

 

Tekið á dagskrá:

 

 9. Erindi nr. 2202010. Gísli Sæmundsson, fyrir hönd Bjarna P. Vilhjálmssonar, leggur fram til kynningar áform og uppbyggingu á ferðaþjónustu að Reynhólum lnr. 144145. Til stendur að breyta fjárhúsi í gisti- og ferðaaðstöðu. Fyrir fundi liggja frumdrög teikninga og yfirlit staðhátta þar sem almennir þættir koma fram eins og forsendur skipulags, veitur, slökkvivatn, fornleifar og náttúrufar.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í fyrirætlanir um uppbygginguna og telur áformin falla að markmiðum aðalskipulagsins um heimild til almennrar ferðaþjónustu á landbúnaðarsvæðum og kalli því ekki á breytingu á aðalskipulagi en leggur til að umsækjandi láti vinna deiliskipulag fyrir þann hluta jarðarinnar sem að ferðaþjónustan nær yfir og að skipulagið nái yfir allar fyrirhugaðar leyfisskyldar framkvæmdir svo sem vegi og veitur.

 

 10. Erindi nr. 2201016. Lindarvegur 8. Lagðar fram umsagnir Skipulagsfulltrúa og Veitustjóra vegna fyrirspurnar Rúnars Kristjánssonar, kt. 030365-4969, dags. 6. janúar 2022 um byggingu 362,2 m2 íbúðarhúsnæðis á tveimur hæðum á lóðinni að Lindarvegi 8, Hvammstanga.
Í umsögn skipulagsfulltrúa kemur fram að áformin teljist til verulegrar breytingar á deiliskipulagi þar sem áformin víkja í megindráttum frá skilmálum deiliskipulags austan Norðurbrautar. Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir einbýlishúsi á einni hæð með heimild til að stalla gólfplötu um 1,35 m. til að taka upp hæðarmismun á lóð. Hámarks nýtingarhlutfall er 0,3. Í áformum lóðarhafa er nýtingarhlutfall hærra en 0,4 og húsið á tveimur hæðum en ekki stallað.

Í umsögn veitustjóra kemur fram að fráveitukerfi götunnar geri ekki ráð fyrir húsum með kjallara. Lóðarhafi myndi þurfa að leggja fyrir veituráð viðundandi lausn til að koma frárennsli hússins í fráveitukerfi götunnar.

 

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem tekur á breyttum skilmálum fyrir lóðina, að undangenginni forkynningu fyrir hagsmunaaðila og umsögn veituráðs. Lagt er til að deiliskipulagsbreytingin verði unnin á kostnað umsækjanda sem framkvæmdaraðila, í samræmi við 2. mgr. 38. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig bendir ráðið á að tillagan felur í sér minniháttar breytingu á aðalskipulagi.

 

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00

Var efnið á síðunni hjálplegt?