342. fundur

342. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 3. mars 2022 kl. 17:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson formaður, Guðmundur Ísfeld, Erla Björg Kristinsdóttir, Guðjón Þórarinn Loftsson og Hallfríður Ósk Ólafsdóttir.

Starfsmenn

Skipulagsfulltrúi, Bogi Kristinsson Magnusen.

Starfsmaður skipulagsfulltrúa, Elísa Ýr Sverrisdóttir.

Starfsmaður byggingarfulltrúa, Skúli Húnn Hilmarsson.

Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir

Dagskrá:
1. Erindi nr. 2111025. Hafnarbraut 5, grenndarkynning.
2. Erindi nr. 2202049. Borgarbyggð, breyting á aðalskipulagi - Húsafell.
3. Erindi nr. 2201037. Laxárdalsvegur endurbygging, umsögn vegna mats á umhverfisáhrifum.
4. Erindi nr. 2203006. Vegagerðin, ósk um breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra.
5. Erindi nr. 2201006. Fjarðarhorn, skógrækt framkvæmdaleyfi.

Tekið á dagskrá:

6. Erindi nr. 2203008. Reynhólar, umsókn um stofnun lóðar.
7. Erindi nr. 2203009. Reynhólar, umsókn um byggingarleyfi.

Formaður nefndar óskaði eftir að fá að taka á dagskrá sem 6. dagskrárlið, umsókn um stofnun lóðar að Reynhólum, sem og 7. dagskrárlið, umsókn um byggingarleyfi að Reynhólum.

Breyting á dagskrá samþykkt með 5 atkvæðum.

Afgreiðslur:

1. Erindi nr. 2111025. Hafnarsvæði – Óveruleg breyting á deiliskipulagi.
Breytingin felur í sér að lóð verði stofnuð úr lóð Hafnarbrautar 7, sem fái heitið Hafnarbraut 7a, fyrir núverandi viðbyggingu norðast á lóðinni. Málið var áður á dagskrá þann 9. nóvember sl. Bréf um grenndarkynningu var sent 28. desember 2021, lóðarhöfum Brekkugötu 4a, Hafnarbraut 5 og 7, með athugasemdafresti til 30. janúar 2022. Engar athugasemdir bárust.

Guðjón Þórarinn Loftsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2. Erindi nr. 2202049. Borgarbyggð, breyting á aðalskipulagi - Húsafell.
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar óskar með bréfi dagsettu 21. febrúar 2022, eftir umsögn Húnaþings vestra á breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna verslunar- og þjónustusvæðis sunnan þjóðvegar í Húsafelli, Borgarbyggð.

Skipulags-og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna.

3. Erindi nr. 2201037 Laxárdalsvegur, endurbygging.
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Húnaþings vestra vegna framkvæmdar Vegagerðarinnar við endurbyggingu Laxárdalsvegar skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Umsögn skipulagsfulltrúa kynnt þar sem m.a kemur fram: „miðað við eðli, staðsetningu og umfang framkvæmdarinnar við veginn, að teknu tilliti til 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana; hafi hún ekki umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif í för með sér, heldur hafi jákvæð áhrif á samgöngur og stuðli að bættu umferðaröryggi. Framlögð gögn Vegagerðarinnar gera vel grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á“

Skipulags og umhverfisráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa en bendir á að framkvæmdaraðili skal sækja formlega um breytingu á aðalskipulagi vegna fjölgunar efnisnáma. Einnig að sækja þarf um framkvæmdarleyfi fyrir framkvæmdunum.

4. Erindi 2201037. Vegagerðin, ósk um breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra.
Magnús Björnsson fh. Vegagerðarinnar óskar eftir með tölvupósti dagsettum 25. febrúar 2022 að bætt verði inn á aðalskipulag Húnaþings vestra efnistökusvæðum/námum. Námurnar eru vegna fyrirhugaðra framkvæmda við endurbyggingu á Laxárdalsvegi (59) frá Innstrandarvegi að sýslumörkum við Dalabyggð.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að fara í vinnu við breytingu á aðalskipulagi vegna nýrra efnistökusvæða.

5. Erindi nr. 2201006. Fjarðarhorn, skógrækt framkvæmdaleyfi.
Festi fasteignir ehf., kt. 581113-1100, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á jörðinni Fjarðarhorn landnr. 142188 í sveitarfélaginu Húnaþingi vestra, meðfylgjandi er uppfærð kort.
Fyrirhugað skógræktarsvæði er 199 ha. að stærð. Um er að ræða hlíðina þvert yfir jörðina ofan við húsin á Fjarðarhorni og kringum Markhöfða ofan Innstrandarvegs. Landið í fyrirhugaðri skógrækt snýr að mestu á móti austri, og afmarkast af lækjardrögum við landamerkjagirðingu að Fögrubrekku og í norðri af landamerkjagirðingu að Valdasteinsstöðum. Í austri afmarkast landið af Innstrandarvegi að norðanverðu og af túnum kringum Fjarðarhorn til suðurs. Til vesturs nær skógræktin upp í 100-150 m.y.s.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna fyrirhugað skógræktarsvæði fyrir aðliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hagsmunaaðilar að mati nefndarinnar eru lóðarhafar við Markhöfða (landnr: 142246).

 

Tekið á dagskrá:

6. Erindi nr. 2203008. Reynhólar, umsókn um stofnun lóðar.
Bjarni Páll Vilhjálmsson, kt. 030467-5319, og Elsa Björk Skúladóttir, kt. 200672-3999, þinglýstir eigendur Reynhóla í Húnaþingi vestra lnr. 144145, sækja um heimild til að stofna lóð úr landi Reynhóla skv. hnitasettum afstöðuuppdrætti, gerðum hjá Ráðbarði sf. verkfræðistofu Bjarna Þórs Einarssyni, byggingartæknifræðingi, Lóðin fær staðfangið Reynhólar II. Númer uppdráttar er HVR0701 í verki nr. 220205, dags. 1. mars 2022. Lóðin er 10.000 m2 og á henni eru hlaða og fjárhús, matshlutar 06 og 10 ásamt byggingareit sem ætlaður er fyrir þrjú smáhýsi.

Skipulags-og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar.

7. Erindi nr. 2203009. Reynhólar umsókn um byggingarleyfi.
Bjarni Páll Vilhjálmsson, kt. 030467-5319, og Elsa Björk Skúladóttir, kt. 200672-3999, þinglýstir eigendur Reynhóla í Húnaþingi vestra lnr. 144145, sækja um byggingarleyfi fyrir breytingu á fjárhúsum í gistihús og íbúð, samkvæmt innlögðum uppdráttum gerðum af Gísla Sæmundssyni.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að heimila að falla frá grenndarkynningu þar sem um óverulegt frávik er að ræða og hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn og samþykkir erindið fyrir sitt leiti.


Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00

Var efnið á síðunni hjálplegt?