Dagskrá:
- Erindi nr. 2201040. Framkvæmdaleyfi við sjóvarnir.
- Erindi nr. 2201006. Fjarðarhorn, skógrækt framkvæmdaleyfi.
- Erindi nr. 2201006. Fjarðarhorn, skógrækt framkvæmdaleyfi.
- Erindi nr. 2204022. Deiliskipulag austan Norðurbrautar.
Afgreiðslur:
- Erindi nr. 2201040.Framkvæmdaleyfi við sjóvarnir.
Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna sjóvarna við Reyki í Hrútafirði, um 190m ný sjóvörn og áætlað er að grjótmagn verði 3.000m3 . Einnig við Borgir í Hrútafirði 115m ný sjóvörn og áætlað er að grjótmagn verði 2.000m3.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framkvæmdir vegna sjóvarna við Reyki í Hrútafirði og einnig sjóvörn við Borgir í Hrútafirði sem eru í samræmi við stefnu aðalskipulags um náttúruvá.
2. Erindi nr. 2201006. Fjarðarhorn, skógrækt framkvæmdaleyfi.
Erindi frá Festi hf vegna andmæla við afgreiðslu umsóknar dags. 14. mars 2022 um grenndarkynningu á framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Fjarðarhorns sem tekið var fyrir á fundi skipulags- og umhverfisráðs nr. 342. dags. 3. mars 2022.
Skipulags- og umhverfisráð tekur undir þær athugasemdir að vitna átti í 44 gr. í stað 43 gr. skipulagslaga og var það lagfært í grenndarkynningu.
Varðandi hagsmuni landeiganda á Markhöfða getur nefndin ekki tekið undir þær athugasemdir að framkvæmdin,“sé ekki til þess fallin að hafa áhrif á hagsmuni annarra en eiganda jarðarinnar og sveitarfélagsins. Tæplega sé tilefni til að ætla að eigandi Markhöfða, sem er nýbýli sem skipt var úr landi jarðarinnar Fjarðarhorns, hafi sérstaka hagsmuna af afgreiðslu umsóknarinnar þar sem ekkert hefur komið fram um hverjir þeir hagsmunir geta verið og í ljósi þess að framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins eins og að framan er rakið”
Skipulags- og umhverfisráð metur það svo að eigendur hafi hagsmuna að gæta þar sem skógræktarsvæði liggur að þremur hliðum lóðar og verða því mögulega fyrir áhrifum vegna útsýnis og innsýnar til framtíðar og málið því grenndarkynnt samkvæmt 44 gr. skipulagslaga.
3. Erindi nr. 2201006. Fjarðarhorn, skógrækt framkvæmdaleyfi.
Festi fasteignir ehf., kt. 581113-1100, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á jörðinni Fjarðarhorn landnr. 142188 í sveitarfélaginu Húnaþingi vestra. Á 350. fundi sveitarstjórnar þann 10. mars 2022 var málið sent í grenndarkynningu samkvæmt 44.gr. skipulagslaga 123/2010.
Fyrir liggur undirritað samþykki landeiganda Markhöfða sem gerir ekki athugasemdir við útgáfu á framkvæmdaleyfi. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gefa út framkvæmdaleyfi á fyrirhuguðu 199 ha. skógræktarsvæði í landi Fjarðarhorns.
4. Erindi nr. 2204022. Deiliskipulag austan Norðurbrautar.
Bogi Kristinsson Magnusen skipulagsfulltrúi leggur til við skipulags- og umhverfisráð að farið verði í að endurskoða deiliskipulag austan Norðurbrautar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að fara í endurskoðun á deiliskipulagi austan Norðurbrautar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram samkvæmt umræðum á fundinum.
Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00