Dagskrá:
1. Erindi nr. 2205026. Forsætisráðuneytið, þjóðlenda.
2. Erindi nr. 2205027. Holtavörðulína 1.
3. Erindi nr. 2205039. Stóri-Ós, Norðurbraut.
4. Erindi nr. 2205041. Grundartún 13-15, byggingarleyfi.
Afgreiðslur:
1. Erindi nr. 2205026. Forsætisráðuneytið, þjóðlenda.
Forsætisráðuneytið óskar eftir stofnun fasteignar (þjóðlendu), sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum. Heiti fasteignar verður Austurheiði (kallast einnig Austurhluti Víðidalstunguheiðar), sá hluti sem er innan marka Húnaþings vestra og er 156 km² að stærð samkvæmt uppdrætti frá Landform dags. 05.05.2022. Um er að ræða land innan eftirfarandi marka, þ.e. Austurheiði, sem er þjóðlenda og afréttareign Húnaþings vestra. Afmörkun svæðisins er sbr. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 3/2013. (Um er að ræða þann hluta þjóðlendunnar sem tilheyrir Húnaþingi vestra, en þjóðlendan fer yfir sveitarfélagamörk)
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun þjóðlendunnar Austurheiði.
2. Erindi nr. 2205027. Holtavörðulína 1.
Landsnet vinnur að endurnýjun byggðalínunnar og er Holtavörðuheiðarlína 1 mikilvægur hluti þeirrar uppbyggingar. Holtavörðuheiðarlína 1 er matsskyld framkvæmd samkvæmt liðum 2.02 og 10.15 í 1. viðauka laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Matsáætlun Holtavörðuheiðarlínu 1, sem hér er lögð fram, er fyrsta skrefið í lögformlegu ferli mats á umhverfisáhrifum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við matsáætlunina.
3. Erindi nr. 2205039. Stóri-Ós, Norðurbraut.
Ósbúið ehf sækir um stofnun lóðar úr landi Stóra-Ós, lnr. 144157, samkvæmt uppdrætti gerðum af Ráðbarði sf. verkfræðistofu. Stofnuð lóð fær heitið Norðurbraut. Lóðin verður 13,9 ha.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitastjórn að samþykkja stofnun lóðar, en ekki er hægt að samþykkja nafn lóðar þar sem að heitið Norðurbraut er nú þegar til í sveitarfélaginu.
4. Erindi nr. 2205041. Grundartún 13-15, byggingarleyfi.
Hvammstak ehf sækir um byggingarleyfi fyrir raðhús að Grundartúni 13-15 lnr. 211554, Hvammstanga.
Elísa Ýr Sverrisdóttir víkur af fundi undir lið 4. erindi 2205041.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að veita byggingarleyfi sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag, byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:05