Dagskrá:
1. Erindi nr. Lækjamót, breyting á afmörkun lóðar og staðfangs.
2. Erindi nr. Efri-Foss, stöðuleyfi.
Tekið á dagskrá:
3. Erindi nr. 2208076. Reynhólar, umsókn um stækkun á byggingarreit.
4. Erindi nr. 2201016. Lindarvegur 8, Deiliskipulag austan Norðurbrautar - byggingarleyfi.
Formaður nefndar óskaði eftir að fá að taka á dagskrá 3. dagskrárlið, Reynhólar, umsókn um stækkun á byggingarreit, sem og 4. dagskrárlið, Lindarvegur 8, Deiliskipulag austan Norðurbrautar - byggingarleyfi.
Afgreiðslur:
1. Erindi nr. 2208056. Lækjamót, breyting á afmörkun lóðar og staðfangs.
Ísólfur Líndal Þórisson og Vigdís Gunnarsdóttir eigendur Lækjamót II lands, lnr. 223272 og Sonja Líndal Þórisdóttir og Friðrik Már Sigurðsson eigendur Lækjamót, lnr. 144624 sækja um breytingu á landamerkjum milli jarðanna, samkvæmt uppdrætti gerðum af Ráðbarði sf. dagsettum 9. ágúst 2022. Sótt er um að Lækjamót II land ln. 2232772 og Lækjamót II ln. 218947 fái staðfangið Sindrastaðir.
Friðrik Már Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytingu á landamerkjum milli jarðanna Lækjamót II lands og Lækjamót. Ráðið samþykkir einnig að Lækjamót II land ln. 2232772 og Lækjamót II ln. 218947 fái staðfangið Sindrastaðir.
2. Erindi nr. 2208064. Efri-Foss, stöðuleyfi.
Sauðfjárbúið Ytri-Hólmi sf. sækir um stöðuleyfi fyrir tveimur 18 metra löngum gámaeiningum í landi Efri-Foss, lnr. 144021.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að heimila stöðuleyfi til eins árs og falla frá grenndarkynningu þar sem um óverulegt frávik er að ræða og hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
3. Erindi nr. 2208076. Reynhólar, umsókn um stækkun á byggingarreit.
Bjarni Páll Vilhjálmsson og Elsa Björk Skúladóttir sækja um breytingu og stækkun byggingarreits á lóð Reynhóla 2 lnr. 233771 skv. meðfylgjandi uppdrætti gerðum að Ráðbarði sf. dagsettum 1. mars 2022, breytt þann 15. ágúst 2022.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytingu byggingarreits á Reynhólum 2.
4. Erindi nr. 2201016. Lindarvegur 8, Deiliskipulag austan Norðurbrautar - byggingarleyfi.
Málið var á dagskrá skipulags- og umhverfisráðs þann 11. júlí 2022.
Skipulagið hefur verið kynnt hagsmunaaðilum með grenndarkynningu um fyrirhugað byggingarleyfi samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Engar athugasemdir bárust á auglýstum tíma. Ein ábending barst varðandi færslu húss á byggingarreit til samræmis við lóð nr. 10, sem fært var á sínum tíma.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að veita byggingarleyfi. Ráðið samþykkir færslu húss innan byggingarreits. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.