1. Borgarvegur, umsókn um framkvæmdaleyfi - Vegagerðin - 2209006
|
Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi til Húnaþing vestra skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr 772/2012 um framkvæmdaleyfi vegna vinnu við veg 717-01 þ.e. færa til veg um 5 til 7m á 300m kafla þar sem skriða féll úr bakka og í vatnið. Einnig verður farið í að laga vegrásir og keyra í veginn ekki verður unnið utan við veghelgunarsvæði.
|
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi skipulag og er ekki tilkynningarskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 111/2022.
|
|
|
2. Lækjargata 6, breyting á bílskúr - 2209010
|
Garðar Þór Guðmundsson sækir um breytingu á bílskúrsþaki á Lækjargötu 6 og mun þakskyggni fara að hámarki 50 cm yfir á lóð Lækjargötu 8. Eigendur að Lækjargötu 8 hafa undirritað samþykkt um þessa breytingu.
|
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samkomulag á milli lóðarhafa og þinglýsa þeirri samþykkt sem viðauka við lóðarleigusamnings lóðar að Lækjargötu 6.
|
|
|
3. Sæból, stofnun lóðar - 2210007
|
Hindisvík ehf. sækir um stofnun lóðar úr landi Sæbóls, lnr. 144589, samkvæmt uppdrætti gerðum af Skúla Húni Hilmarssyni dags. 3. október 2022. Stofnuð lóð fær heitið Sæból 1.
|
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stofnun lóðar Sæbóls 1.
|
|
|
4. Stóra-Hvarf, breyting á afmörkun lands. - 2210010
|
Húnaþing vestra sækir um breytingu á landamerkjum Stóra-Hvarfs 2 ln. 233906 , samkvæmt uppdrætti gerðum af Skúla Hún Hilmarssyni. dagsettum 6. október 2022.
|
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytingu á landamerkjum Stóra-Hvarfs 2.
|
|
|
5. Reynhólar, stöðuleyfi. - 2210011
|
Saltvík ehf sækir um stöðuleyfi fyrir 25 m2 Völundahús á lóð Reynhóla 2 ln. 233771 til eins árs.
|
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að heimila stöðuleyfi til eins árs og falla frá grenndarkynningu þar sem um óverulegt frávik er að ræða og hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
|
|
|
6. Sæberg, byggingarleyfi. - 2210012
|
Þorsteinn H Sigurjónsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á Sæbergi ln. 144053.
|
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að veita byggingarleyfi sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag, byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
|
|
|
7. Ytra-Bjarg, umsókn um niðurrif. - 2210013
|
Þorvaldur Pálsson sækir um leyfi til að rífa mhl. 08 hlaða og mhl. 20 Reykhús á Ytra-Bjargi ln. 144082.
|
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda, en bendir á að skila þarf inn veðbókarvottorði vegna ofantalinna bygginga. Ráðið bendir á að farga skal úrgangi í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra.
|