356. fundur

356. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn miðvikudaginn 10. maí 2023 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson formaður

Óskar Már Jónsson

Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir

Guðjón Þórarinn Loftsson

Guðný Helga Björnsdóttir.

Starfsmenn

Bogi Kristinsson Magnusen

Elísa Ýr Sverrisdóttir

Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir.

1. Erindi nr. 2304025. Litla-Borg, umsókn um skógrækt.

Litla-Borg ehf. sækir um framkvæmdarleyfi fyrir skógrækt í landi Litlu-Borgar L2134806.

Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar Umhverfisstofnunar og Minjastofnunar þar sem svæðið er á náttúruminjaskrá áður en að málið verður tekið fyrir.

2. Erindi nr. 2304038. Gauksmýri 1, umsókn um byggingarheimild.

Ellert Már Jónsson sækir um fyrir hönd Gunnars Fannbergs Jónssonar byggingarheimild fyrir sólskála á Gauksmýri 1 F2252762.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að heimila að falla frá grenndarkynningu þar sem um óverulegt frávik er að ræða og hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

3. Erindi nr. 2304043. Reynhólar, umsókn um stöðuleyfi.

Bjarni Páll Vilhjálmsson sækir um stöðuleyfi fyrir 29,1 m² stöðuhýsi í landi Reynhóla 2 L233771.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stöðuleyfi til eins árs.

4. Erindi nr. 2304047. Kirkjuvegur 2, umsókn um framkvæmdarleyfi.

Sóknarnefnd Hvammstangakirkju sækir um framkvæmdarleyfi fyrir gerð 18 bílastæða og frágang á lóð Kirkjuvegs 2.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdarleyfið. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

5. Erindi nr. 2304048. Bergsstaðir í Miðfirði, umsókn um niðurrif.

Elín Anna Skúladóttir sækir um niðurrif á 64,2 m² hesthúsi F2133252 mhl. 06.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að heimila niðurrif á hesthúsi mhl. 06 á Bergsstöðum í samráði við heilbrigðiseftirlitið.

6. Erindi nr. 2304037. Aðalskipulag, Strandabyggð.

Strandabyggð óskar eftir umsögn frá Húnaþingi vestra á breytingu á aðalskipulagi Strandabyggðar 2010-2022.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gera engar athugasemdir við breytingu aðalskipulags Strandabyggðar 2010-2022.

7. Erindi nr. 2302013. Deiliskipulag, Hafnarsvæði.

Fyrirhugað er að stækka byggingarreit við Brekkugötu 4. Byggingarmagn lóðarinnar er breytt þar sem nýtingarhlutfall fer úr 0,3 í 0,4. Byggingarleyfið hefur verið grenndarkynnt í samræmi við auglýsta deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust á auglýstum tíma.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á deiliskipulagi við Hafnarsvæðið.

8. Erindi nr. 2305012. Stóra-Borg ytri 2, umsókn um skógrækt.

Vélaleigan Lind ehf. sækir um framkvæmdarleyfi fyrir skógrækt á Stóru-Borg 2 L144569.

Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar Umhverfisstofnunar og Minjastofnunar þar sem svæðið er á náttúruminjaskrá áður en að málið verður tekið fyrir.

9. Erindi nr. 2305017. Skarð, umsókn um stofnun vegsvæðis.

Vegagerðin sækir um að stofna 87.571 m² vegsvæði í landi Skarðs L144509 samkvæmt uppdrætti gerðum af Eflu dagsettum þann 20.01.2023.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun vegsvæðis í landi Skarðs.

10. Erindi nr. 2305023. Víðigerði, umsókn um stöðuleyfi.

K.L.H ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 58,56 m² íbúðargám í landi Víðigerðis L144644.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stöðuleyfi til eins árs. Umsækjandi skal vera í samráði við slökkviliðsstjóra og heilbrigðiseftirlitið áður en íbúðargámurinn er settur niður.

11. Erindi nr. 2305024. Melstaður, deiliskipulagsbreyting.

Teiknistofan Dap sækir um fyrir hönd Skeljungs hf. deiliskipulagsbreytingu í landi Melstaðar í Miðfirði L220900. Stærð lóðar er 12.000 m² að stærð og hámarksbyggingarmagn er 650 m² að stærð.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulaginu skv. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Var efnið á síðunni hjálplegt?