358. fundur

358. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 6. júlí 2023 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson formaður

Birkir Snær Gunnlaugsson varaformaður

Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir

Fríða Marý Halldórsdóttir.

Starfsmenn

Bogi Kristinsson Magnusen

Elísa Ýr Sverrisdóttir

Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir.

Erindi nr. 2304025. Litla-Borg, umsókn um skógrækt.

Litla-Borg ehf. sækir um framkvæmdarleyfi fyrir skógrækt í landi Litlu-Borgar L2134806.

Ekki barst umsögn frá Minjastofnun.

Umsögn barst frá Umhverfisstofnun vegna skógræktar í landi Litlu Borgar:

Umhverfisstofnun telur jákvætt að hugað sé að skógrækt í sveitarfélaginu, en stofnunin vill koma eftirfarandi á framfæri til sveitarfélagsins.

Umhverfisstofnun bendir á að svæðið sem framkvæmdin nær til er á náttúruminjaskrá og nefnist Björg og Borgarvirki og er númer 404 sem aðrar náttúruminjar. Svæðinu er lýst sem fagurt og fjölbreytt landslag, björg, tjarnir, mýrlendi og sandar. Athyglisverðar jarðmyndanir og fornminjar.

Að mati Umhverfisstofnunar getur skógrækt haft áhrif á landslag og ásýnd svæðisins og því mikilvægt að framkvæmdin hafi ekki neikvæð áhrif á verndargildi náttúruminja.

Umhverfisstofnun telur mikilvægt að skógræktarsvæðið falli vel að landslaginu en í 70. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd segir: „Við túnrækt, skógrækt, uppgræðslu lands, skjólbeltagerð og aðra ræktun skal þess gætt að hún falli sem best að heildarsvipmóti lands og raski ekki náttúru- og menningarminjum. Við gerð áætlana, mat á umhverfisáhrifum og afgreiðslu umsókna vegna leyfisskyldrar ræktunar skal taka afstöðu til þessara atriða.“

Umhverfisstofnun telur mikilvægt að huga að sjónrænum áhrifum skógræktar, þannig að ekki vaxi upp ferningslaga ræktunarsvæði heldur verði fylgt formum landslags eins og kostur er og tekið tillit til sérkenna landslags á hverjum stað. Til að unnt verði að ná þessum markmiðum ætti að hanna skógrækt á hverjum stað.

Umhverfisstofnun bendir á að stór hluti framkvæmdasvæðisins er votlendi sem nýtur sérstakrar verndar samkvæmt 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd og mun framkvæmdin (skógrækt og slóðagerð) eins og hún er lögð fram á uppdrætti valda raski á votlendi.

Umhverfisstofnun bendir á að ef sveitarfélagið gefur út framkvæmdaleyfi sem gerir ráð fyrir röskun á votlendi þurfi að rökstyðja þá ákvörðun og gera grein fyrir öðrum kostum sem skoðaðir hafa verið sem mögulegir valkostir við útfærslu framkvæmdarinnar og ástæðum þess að þeir urðu ekki fyrir valinu.

Umhverfisstofnun bendir á að samkvæmt 10. gr. reglugerðar nr. 583/2000 um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda er ræktun útlendra plöntutegunda óheimil á svæðum sem njóta sérstakrar verndar eða eins og segir í greininni: „Öll ræktun útlendra tegunda hér á landi er óheimil á friðlýstum svæðum, á landslagsgerðum sem njóta sérstakrar verndar og alls staðar ofan 400 metra hæðar yfir sjó.“ Að mati Umhverfisstofnunar eiga framangreind ákvæði erindi í skilmála framkvæmdaleyfisins.

Þetta eru eins og kom hér fram á ofan er svæðið á náttúruminjaskrá, votlendi sem fellur undir ákvæði 61. gr. laga um náttúruvernd og vistgerðir sem njóta verndar samkvæmt Bernarsamningunum. Því er mikilvægt að framkvæmdaraðili, Skógræktin eða sveitarfélagið hafi samband við Skipulagsstofnun og fái úr því skorið hvort að verkefnið sé tilkynningaskyld framkvæmd.

Skipulags- og umhverfisráð tekur undir þær ábendingar frá Umhverfisstofnun og leggur til við sveitarstjórn að leita umsagnar hjá Skipulagsstofnun til álita hvort framkvæmdaleyfis sé tilkynningaskyld framkvæmd vegna þess að svæðið er á náttúruminjaskrá og er verndarsvæðis í aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026.

Erindi nr. 2305012. Stóra-Borg ytri 2, umsókn um skógrækt.

Vélaleigan Lind ehf. sækir um framkvæmdarleyfi fyrir skógrækt á Stóru-Borg 2 L144569. Umsögn barst frá Minjastofnun vegna skógræktar í landi Stóru-Borgar:

Minjastofnun Íslands samþykkir því fyrir sitt leyti fyrirhugaðar framkvæmdir og afmörkun skógrækarsvæðisins en setur þann fyrirvara að minjavörður þarf að koma á staðinn og kanna þann hluta sem ekki hefur þegar verið skráður.

Umsögn barst frá Umhverfisstofnun vegna skógræktar í landi Stóru-Borgar:

Umhverfisstofnun telur jákvætt að hugað sé að skógrækt í sveitarfélaginu, en stofnunin vill koma eftirfarandi á framfæri til sveitarfélagsins.

Umhverfisstofnun bendir á að svæðið sem framkvæmdin nær til er á náttúruminjaskrá og nefnist Björg og Borgarvirki og er númer 404 sem aðrar náttúruminjar. Svæðinu er lýst sem fagurt og fjölbreytt landslag, björg, tjarnir, mýrlendi og sandar. Athyglisverðar jarðmyndanir og fornminjar.

Að mati Umhverfisstofnunar getur skógrækt haft áhrif á landslag og ásýnd svæðisins og því mikilvægt að framkvæmdin hafi ekki neikvæð áhrif á verndargildi náttúruminja.

Umhverfisstofnun telur mikilvægt að skógræktarsvæðið falli vel að landslaginu en í 70. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd segir: „Við túnrækt, skógrækt, uppgræðslu lands, skjólbeltagerð og aðra ræktun skal þess gætt að hún falli sem best að heildarsvipmóti lands og raski ekki náttúru- og menningarminjum. Við gerð áætlana, mat á umhverfisáhrifum og afgreiðslu umsókna vegna leyfisskyldrar ræktunar skal taka afstöðu til þessara atriða.“

Umhverfisstofnun telur mikilvægt að huga að sjónrænum áhrifum skógræktar, þannig að ekki vaxi upp ferningslaga ræktunarsvæði heldur verði fylgt formum landslags eins og kostur er og tekið tillit til sérkenna landslags á hverjum stað. Til að unnt verði að ná þessum markmiðum ætti að hanna skógrækt á hverjum stað.

Umhverfisstofnun bendir á að stór hluti framkvæmdasvæðisins er votlendi sem nýtur sérstakrar verndar samkvæmt 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd og mun framkvæmdin (skógrækt og slóðagerð) eins og hún er lögð fram á uppdrætti valda raski á votlendi.

Umhverfisstofnun bendir á að ef sveitarfélagið gefur út framkvæmdaleyfi sem gerir ráð fyrir röskun á votlendi þurfi að rökstyðja þá ákvörðun og gera grein fyrir öðrum kostum sem skoðaðir hafa verið sem mögulegir valkostir við útfærslu framkvæmdarinnar og ástæðum þess að þeir urðu ekki fyrir valinu.

Umhverfisstofnun bendir á að samkvæmt 10. gr. reglugerðar nr. 583/2000 um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda er ræktun útlendra plöntutegunda óheimil á svæðum sem njóta sérstakrar verndar eða eins og segir í greininni: „Öll ræktun útlendra tegunda hér á landi er óheimil á friðlýstum svæðum, á landslagsgerðum sem njóta sérstakrar verndar og alls staðar ofan 400 metra hæðar yfir sjó.“ Að mati Umhverfisstofnunar eiga framangreind ákvæði erindi í skilmála framkvæmdaleyfisins.

Þetta eru eins og kom hér fram á ofan er svæðið á náttúruminjaskrá, votlendi sem fellur undir ákvæði 61. gr. laga um náttúruvernd og vistgerðir sem njóta verndar samkvæmt Bernarsamningunum. Því er mikilvægt að framkvæmdaraðili, Skógræktin eða sveitarfélagið hafi samband við Skipulagsstofnun og fái úr því skorið hvort að verkefnið sé tilkynningaskyld framkvæmd.

Skipulags- og umhverfisráð tekur undir þær ábendingar frá Umhverfisstofnun og leggur til við sveitarstjórn að leita umsagnar hjá Skipulagsstofnun til álita hvort framkvæmdaleyfis sé tilkynningaskyld framkvæmd vegna þess að svæðið er á náttúruminjaskrá og er verndarsvæðis í aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026.

Erindi nr. 2306021. Reykjaskóli, umsókn um stöðuleyfi.

Ungmennafélag Íslands sækir um stöðuleyfi fyrir geymslugám á landi Reykjatanga L191242.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stöðuleyfi til eins árs

Erindi nr. 2306036. Lindarvegur 16, umsókn um byggingarleyfi.

Reynd að smíða ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir 82,7 m² einbýlishúsi á Lindarvegi 16 L232141.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja byggingarleyfi á Lindarvegi 16. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

FMH vék af fundi undir þessum lið.

Erindi nr. 2306045. Ásbjarnarnes, umsókn um stöðuleyfi.

Rannveig S. Guðmundsdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir gám á landi Ásbjarnarnes L220534.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stöðuleyfi til eins árs.

Erindi nr. 2306054. Holtavörðuheiðarlína 3, umsagnarbeiðni.

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn vegna matskýrslu Holtavörðuheiðarlínu 3.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við matskýrsluna.

Erindi nr. 2307001. Geitarfell, umsókn um rekstrarleyfi.

Geitafell ehf. Sækir um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II-C minni á Geitarfelli lóð F2287778.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II-C minni á Geitarfelli lóð. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Erindi nr. 2307004. Brekkugata 2, umsókn um byggingarheimild.

Brekkugata 2, húsfélag sækir um byggingarheimild fyrir byggingu nýs kvists með risi, endurnýja á glugga og múrviðgerðir verða gerðar á húsnæðinu. Framkvæmdirnar eru gerðar í samráði við Minjastofnun.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja byggingarheimild á Brekkugötu 2 í samráði við Minjastofnun. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Erindi nr.  2307005. Bessastaðir, umsókn um byggingarheimild.

Guðný Helga Björnsdóttir sækir um byggingarheimild fyrir haugþró á Bessastöðum L144101.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja byggingarheimild á Bessastöðum. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Erindi nr.  2307009. Lækjarhvammur, umsókn um stofnun lóðar.

Herdís Einarsdóttir sækir um að stofna 2,5 ha lóð úr landi Lækjarhvamms L144490 og fær sú lóð staðfangið Lækjarhvammur 2.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar.

Erindi nr. 2307010. Borgarbyggð, ósk um umsögn vegna endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037.

Borgarbyggð óskar eftir umsögn vegna endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037, nr. 0242/2023.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gera engar athugasemdir við endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037.

Var efnið á síðunni hjálplegt?