1. Neðra-Vatnshorn, breyting á notkun mannvirkja. - 2401029
|
Andrea Laible sækir um að breytt notkun verði á gestahúsi F2134475 mhl 18 í geymslu á Neðra-Vatnshorni L144493.
|
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytta notkun á mhl 18.
|
|
|
2. Hulduhvammur í Leiti, umsókn um stækkun og uppskiptingu. - 2402049
|
Ingibjörg Halldóra Jakobsdóttir sækir um nýja afmörkun á landi Hulduhvamms í Leiti L233893 og að stofnaðar verði þrjár nýjar lóðir sem fá staðföngin Hulduhvammur í Leiti 2, 3 og 4 samkvæmt uppdrætti gerðum af Káraborg ehf. dagsettum þann 30.11.2023.
|
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja nýja afmörkun og stofnun lóðanna. Nefndin vill árétta að reiðvegur liggur í gegnum lóðina samkvæmt gildandi aðalskipulagi 2014-2026.
|
|
|
3. Sauðá, umsókn um byggingarleyfi gestahús. - 2403003
|
Sauðá Vatnsnesi ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir 52 m² gestahúsi á Sauðá L144496.
|
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhuguð byggingaráform. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
|
|
|
4. Nestún 4, umsókn um breytingu innraskipulags. - 2401075
|
Húnaþing vestra sækir um byggingarheimild fyrir fyrirhuguðum breytingum á innra skipulagi íbúða í Nestúni 4 F2134090.
|
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugaðar framkvæmdir. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
|
|
|
5. Litla-Borg, umsókn um skógrækt. - 2304025
|
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn vegna ákvörðun um matsskylda framkvæmd vegna skógræktar í hluta jarðarinnar Litlu-Borgar í gamla Þverárhreppi, V.-Hún., sem liggur neðan Borgarvegar og niður að Víðidalsá. Fyrirhugað skógræktarsvæði er 124 ha. Hluti landsins er deig- eða votlendi sem ekki verður gróðursett í, heldur friðað. Fyrirhugað skógræktarsvæði er á C-hluta náttúruminjaskrár, nr. 404. Björg og Borgarvirki.
|
Á fundinum var tekið fram að tilgangur skógræktarinnar sé möguleiki á útivist, kolefnisbindingu og skógarnytjar verði á framkvæmdasvæði. Skógurinn verður skipulagður með tilliti til landslagssvæðis og gróðursetningu áætlað á árunum 2024 til 2034. Eftir það fylgir umhirða um skóginn, þar sem ákveðið verður hvernig hann verður nýttur miðað við vöxt og eftirspurn. Engar mannvirkjagerðir eða áveitulögn er fyrirhuguð á svæðinu.Skógurinn verður opinn öllum almenningi til umferðar og útivistar
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda nr. 111/2021 og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umhverfismatskýrslu.
|
|
|
6. Upplýsingar um lagningu strengjaleiða á Hegstaðarnesi og Vatnsnesi. - 2403022
|
Lagt til kynningar.
|