1. Mörk beitarland, umsókn um leiðréttingu stærðar. - 2404109
|
Ágúst F. Sigurðsson sækir um nýja afmörkun á landi Markar beitarlands L233915 samkvæmt uppdrætti gerðum af Káraborg ehf. dagsettum þann 19.10.2023.
|
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja nýja afmörkun á landi Markar beitarlands.
|
|
|
2. Gamla Mörk, umsókn um stofnun lóðar. - 2404108
|
Sigurður Þór Ágústsson sækir um stofnun lóðar í landi Markar L144188 samkvæmt uppdrætti gerðum af Káraborg ehf. dagsettum þann 18.10.2023. Ný lóð fær staðfangið Gamla Mörk.
|
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar úr landi Markar og að lóðin fái staðfangið Gamla Mörk.
|
|
|
3. Mörk, hnitsetning jarðar. - 2404106
|
Sigurður Þór Ágústsson sækir um hnitsetningu lands Markar L144188 samkvæmt uppdrætti gerðum af Káraborg ehf. dagsettum þann 18.10.2023.
|
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja hnitsetningu á landi Markar.
|
|
|
4. Lindarvegur 12, umsókn um byggingarleyfi - 2404093
|
Hrannar Birkir Haraldsson sækir um byggingarleyfi fyrir 187,6 m² einbýlishúsi á Lindarvegi 12 L226135.
|
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir.
|
|
|
5. Þórðartröð 8, umsókn um breytingu á deiliskipulagi. - 2404099
|
Sótt er um leyfi fyrir stækkun á byggingarreit við Þórðartröð 8 úr H1 í H2 í gildandi deiliskipulagi Kirkjuhvamms á Hvammstanga dags:09.07.2007/08.03.2012. Í deiliskipulagi geta húsagerðir fyrir H1 verið allt að 160m², með hámarksfjölda hrossa 16-20. En fyrir húsagerð H2 getur verið allt að 350m² að stærð, með hámarksfjölda hrossa 25-30.
|
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna skv.2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna þarf fyrir eigendum að Þórðartröð 10, Jónströð 7 og Hallartröð 2.
|