368. fundur

368. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 6. júní 2024 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ingimar Sigurðsson, formaður
Birkir Snær Gunnlaugsson
Fríða Marý Halldórsdóttir
Sveinbjörg Rut Pétursdóttir
Erla B. Kristinsdóttir 

Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir boðaði forföll og Erla B. Kristinsdóttir mætti fyrir hennar hönd.

Starfsmenn

Bogi Magnusen Kristinsson, skipulags- og byggingafulltrúi
Elísa Ýr Sverrisdóttir. 

Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir.

Eyri, umsókn um stöðuleyfi. - 2405001

Jóhann Albertsson og Kolbrún Grétarsdóttir sækja um stöðuleyfi fyrir tveimur 40 feta gámum ásamt gámatjaldi á Eyri L144421.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðið stöðuleyfi.

   

Efri-Fitjar, umsókn um byggingarheimild - 2405010

Jóhannes Geir Gunnarsson og Stella Dröfn Bjarnadóttir sækja um byggingarheimild fyrir 827 m² fjárhúsum og tengigangi við núverandi fjárhús á Efri-Fitjum L144604.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir.

   

Illugastaðir, beiðni um friðlýsingu æðarvarps. - 2405048

Jónína Ögn Jóhannesdóttir sækir um endurnýjun friðlýsingar á æðarvarpi á Illugastöðum L144476.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja friðlýsingu æðarvarps á Illugastöðum.

   

Skrúðvangur, umsókn um stöðuleyfi. - 2405062

Bjarni Hrafnsson sækir um stöðuleyfi fyrir tvo gáma á lóð Skrúðvangs L144166.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðið stöðuleyfi.

   

Búland 4, umsókn um stöðuleyfi. - 2405063

Bjarni Hrafnsson sækir um stöðuleyfi fyrir þrjá gáma á lóð Búlands 4 L144207.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðið stöðuleyfi.

   

Lækjargata 2, fyrirspurn um breytingu á aðalskipulagi. - 2406001

Friðrik Pálsson sendir inn fyrirspurn sem varðar breytingu á aðalskipulagi á lóð Lækjargötu 2 L144348. Breytingin felur í sér að lóðinni verði breytt úr verslunar- og þjónustulóð í íbúðarlóð.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að heimila ekki breytingu á aðalskipulagi þar sem að framboð verslunar- og þjónustulóða í þéttbýli er takmarkað.

   

Bakkatún 6, umsókn um stöðuleyfi. - 2305051

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á lóð Bakkatúns 6 L211558.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðið stöðuleyfi.

   

Búland, breyting á deiliskipulagi. - 2406007

Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Búlands á lóð Búlands 6. Um er að ræða stækkun lóðar frá 1.609m² í 4648 m² ásamt byggingarreit.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingar á deiliskipulaginu skv.1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

   

Austan Norðurbrautar, breyting á deiliskipulagi. - 2406008

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi austan Norðurbrautar. Um er að ræða breytingu á reit Norðurbrautar 18 og 22 merkt E1 úr einbýlishúsalóð í raðhúsalóð, einnig er breyting á lóð Norðurbrautar 14 og 16 úr einbýlishúsalóð í parhúsalóð merkt E2, .

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingar á deiliskipulaginu skv.1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

   

Höfðabraut 27 ósk um breytingu á aðalskipulagi 2014-2026 á notkun lóðar - 2403007

Höfðabraut ehf. sækir um breytingu á aðalskipulagi. Fyrirhuguð breyting snýr að breyttri notkun lóðar úr iðnaðarlóð (I-2) í verslunar- og þjónustulóð (VÞ).

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Var efnið á síðunni hjálplegt?