371. fundur

371. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn þriðjudaginn 12. nóvember 2024 kl. 14:00 í Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ingimar Sigurðsson, formaður
Birkir Snær Gunnlaugsson, varaformaður
Fríða Marý Halldórsdóttir, aðalmaður
Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir, aðalmaður
Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður

Starfsmenn

Bogi Magnusen Kristinsson, skipulags- og byggingafulltrúi,
Elísa Ýr Sverrisdóttir, embættismaður.

Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir
 
1. Holtavörðulína 1, umsagnarbeiðni vegna umhverfismatskýrslu. - 2410023
Landsnet áformar að byggja allt að 91 km langa 220 kV raflínu, Holtavörðaheiðarlínu 1, frá Klafastöðum í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta afhendingaröryggið á byggðalínusvæði og bæta tiltæka afhendingargetu ásamt því að stuðla að orkuskiptum í landinu með því að tengja nýja endurnýjanlega orkuframleiðslu við meginflutningskerfið. Holtavörðuheiðarlína 1 er matskyld framkvæmd og í umhverfismatinu lagði Landsnet fram 12 valkosti að fyrirhugaðri línuleið og í umhverfismatsskýrslunni er lagt mat áhrif valkosta á þætti er snerta umhverfi, samfélag, öryggi og hagkvæmni. Aðalvalkostur samanstendur af valkostum er fylgja Vatnshamralínu 1 og Hrútatungulínu 1 auk 5 valkosta er víkja aðeins frá þeirri leið.
Skipulags- og umhverfisráð vill leggja áherslu á mikilvægi þess að vernda Snjófjöll og Tröllakirkju á Holtavörðuheiði. Svæðið er vinsælt göngu- og útivistarsvæði og áberandi í landslagi. Þar sem ummerki mannsins eru lítil sem engin á þessum stað, er svæðið afar viðkvæmt fyrir breytingum. Holtavörðuheiði býr að háu verndarákvæði, og Snjófjöllin hafa mikið útivistargildi, sem gerir það að verkum að sérstaka varúð þarf að sýna við allar framkvæmdir á svæðinu.
 
Nefndin kallar eftir því að í öllum framkvæmdum á svæðinu verði lögð áhersla á vandaðan frágang og umhverfisvernd þannig að ásýnd og náttúrufegurð haldist að mestu óbreytt. Einnig skal kappkostað að mannvirki og sýnileg ummerki verði í lágmarki, með það að markmiði að tryggja náttúrulegan heildarsvip svæðisins til framtíðar.
 
Við þetta telur nefndin að bæði verði gætt að náttúruverndarsjónarmiðum og stuðlað að því að útivistargildi svæðisins haldist og verði ákjósanlegt fyrir komandi kynslóðir.
 
Þrátt fyrir möguleg neikvæð áhrif telur nefndin að töluverð jákvæð áhrif skapist fyrir samfélagið og atvinnuþróun vegna bættrar afhendingar orku og aukins afhendingaröryggis.
 
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við umhverfismatsskýrslu Holtavörðuheiðalínu 1.
 
 
2. Umsagnarbeiðni um breytingu á aðalskipulag Húnabyggðar. - 2407034
Sveitarstjórn Húnabyggðar ákvað á fundi sínum 12. desember 2023 að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulags og að stefnt sé að því að þeirri vinnu ljúki á yfirstandi kjörtímabili.
 
Í gildi er aðalskipulag fyrir sveitarfélögin tvö sem sameinuðust í Húnabyggð árið 2022.
· Aðalskipulag Blönduósbæjar 2010-2030 sem samþykkt var í sveitarstjórn 25. maí 2012, öðlaðist gildi 11. júní 2012
· Aðalskipulag Húnavatnshrepps 2010-2022 sem samþykkt var í sveitarstjórn 25. maí 2012, öðlaðist gildi 11. júní 2012
· Aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030 sem samþykkt var í sveitarstjórn 5. september 2011 og öðlaðist gildi 5. október 2011
Skipulags- og umhverfsráð leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemd við skipulagslýsingu á endurskoðuðun aðalskipulagis Húnabyggðar.
 
 
3. Efri-Þverá, umsókn um stofnun lóðar. - 2411022
Systur og svilar sækja um að stofnuð verði lóð úr Efri-Þverá I L223335 undir íbúðarhús samkvæmt uppdrætti gerðum af Káraborg ehf. dags. 06.11.2024.Stofnuð lóð verður 2.500m2 og sótt er um að hún fái staðfangið Efri-Þverá I A.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar og lóðin fái staðfangið Efri-Þverá IA með fyrirvara á undirritunum eiganda á merkjalýsingu.
 
4. Borðeyrarbær II, umsókn um stofnun lóðar. - 2411027
Jóhann Ragnarsson og Jóna Guðrún Ármannsdóttir sækja um stofnun lóðar úr Borðeyrarbæ L142178 samkvæmt uppdrætti gerðum af Káraborg ehf. dags. 10.11.2024. Stofnuð lóð verður 1,7ha að stærð og fær staðfangið Borðeyrarbær II.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar og lóðin fái staðfangið Borðeyrarbær II.
 
5. Skeggjagata 1 og Höfðagata 1-5, umsókn um hnitsetningu lóða. - 2411026
Húnaþing vestra sækir um f.h. eigenda lóðanna Skeggjagötu 1 og Höfðagötu 1-5, Skeggjagata ehf. kt. 550115-0260, að afmörkun og stærðir lóðanna verði leiðrétt samkvæmt uppmælingu og uppdrætti frá Káraborg ehf. dags. 30.05.2024.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja leiðréttingu lóða með fyrirvara á undirritunum eiganda á merkjalýsingu.
 
6. Brekkugata 4, umsókn um breytta afmörkun lóðar. - 2411030
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri, sækir um, f.h. landeiganda Húnaþing vestra kt. 540598-2829, breytta
afmörkun á lóð Brekkugötu 4 L144195 samkvæmt uppdrætti frá Káraborg ehf. dags. 10.11.2024.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytta afmörkun lóðar með fyrirvara á undirritunum eiganda á merkjalýsingu.
 
7. Eyri, umsókn um stækkun lóðar. - 2411031
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri, sækir um, f.h. landeiganda Húnaþings vestra kt. 540598-2829, stækkun lóðarinnar Eyri L144421 samkvæmt uppdrætti frá Káraborg ehf. dags. 10.11.2024.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi hnitsetningu með fyrirvara á undirritunum eiganda á merkjalýsingu.
 
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:00.
Var efnið á síðunni hjálplegt?