283. Fundur

283. Fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 00:00 Ráðhúsi Húnaþings vestra.

Fundarmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir oddviti, Elín Jóna
Rósinberg varaoddviti, Elín R. Líndal aðalmaður, Sigurbjörg Jóhannesdóttir
aðalmaður, Valdimar Gunnlaugsson aðalmaður, Magnús Eðvaldsson, varamaður og
Sigríður Elva Ársælsdóttir varamaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.

Guðrún Ragnarsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Guðrún Ragnarsdóttir

Oddviti setti fund.   

1.  Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
Fundargerð 939. fundar
frá 8. maí sl. Fundargerð í 12 liðum.  6. dagskrárliður.  Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun við 6. dagskrárlið „  Sveitarstjórn Húnaþings vestra tekur undir áhyggjur veiðifélaga við Húnaflóa af áhrifum laxeldis í opnum sjókvíum á villta laxastofninn og hvetur til þess að fyllsta öryggis sé gætt.“  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.  12. dagskrárliður.  Úthlutanir á lóðum að Bakkatúni 3 og Bakkatúni 6 bornar undir atkvæði og samþykktar með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2. Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 282. fundar
frá 4. maí sl. Fundargerð í  5 liðum.

2. dagskrárliður erindi 1704016. borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.  

Lögð fram tillaga um að fresta 3. dagskrárlið erindi 1705001.  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

3. Fundargerð félagsmálaráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 181. fundar
frá 26. apríl sl.  Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4. Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 182. fundar
frá 3. maí sl. Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5. Fundargerð landbúnaðarráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 149. fundar
frá 28. apríl sl.  Fundargerð í 5 liðum.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.   Viðauki við fjárhagsáætlun 2017, nr.1
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017.  Um er að ræða tilfærslur á milli málaflokka, sjá meðfylgjandi sundurliðun og hefur viðaukinn  því ekki áhrif á heildarniðurstöðu áætlunarinnar.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.   Ársreikningur sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2016, síðari umræða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu „ Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir framlagðan ársreikningi sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2016.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Helstu niðurstöður ársreiknings Húnaþings vestra 2016 eru:

  • Rekstrarniðurstaða samstæðu A og B hluta er jákvæð um kr. 148,8 milljónir, samanborið við kr. 82,8 milljónir árið 2015.
  • Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um kr. 132,4 milljónir, samanborið við kr. 60,3 milljónir árið 2015.
  • Breyting á lífeyrisskuldbindingum A og B hluta var kr. 16,5 milljónir, samanborið við kr. 18,6 milljónir árið 2015.
  • Handbært fé frá rekstri A og B hluta samstæðu er kr. 154,3 milljónir, samanborið við kr. 169,8 milljónir árið 2015.
  • Lántökur A og B hluta samstæðu eru engar á árinu, samanborið við kr. 50 milljónir árið 2015.
  • Afborganir langtímalána A og B hluta samstæðu eru kr. 61,9 milljónir, samanborið við kr. 54,1 milljón árið 2015.
  • Skuldahlutfall A og B hluta er 56,2% samanborið við 62,8% árið 2015.  Miðað er við að þetta hlutfall sé ekki hærra en 150%.
  • Langtímaskuldir A og B hluta eru kr. 431,6 milljónir, samanborið við kr. 473 milljónir árið 2015, þar af kr. 235,3 milljónir vegna félagslegra íbúða eða 54,5%. 
  • Veltufé frá rekstri er kr.  227,6 milljónir eða 17,2% miðað við kr. 158,2 milljónir árið 2015 eða 12,18%.
  • Fjárfestingar á árinu 2016 voru kr. 113,4 milljónir, samanborið við kr. 181,6 milljónir árið 2015.  Stærst er þar hitaveita og ljósleiðari í dreifbýli, gatnagerð, skipulagsmál og breytingar á húsnæði grunnskólans.

Það er því ljóst að staða sveitarfélagsins er góð og í jafnvægi þrátt fyrir stórauknar framkvæmdir, hátt þjónustustig í sveitarfélaginu sem og aukinn kostnað sveitarfélaga almennt. Þessi góða staða er ekki sjálfgefin og vill sveitarstjórn þakka stjórnendum og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir aðhald og skynsemi í rekstri á árinu 2016

8.    Skýrsla sveitarstjóra.
Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:46

Var efnið á síðunni hjálplegt?