364. fundur

364. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 9. febrúar 2023 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti, Magnús Magnússon varaoddviti, Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson aðalmaður, Elín Lilja Gunnarsdóttir aðalmaður og Þorgrímur Guðni Björnsson aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.

Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Oddviti setti fund. Oddviti óskaði eftir að fá að taka á dagskrá sem 10. dagskrárlið erindi frá Jóni Sigurðssyni hrl. Samþykkt með 7 atkvæðum. Skýrsla sveitarstjóra verður því 11. dagskrárliður. Gengið var til dagskrár.

 

1. Byggðarráð, formaður kynnti.
Fundargerð 1164. fundar byggðarráðs frá 23. janúar sl. Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1165. fundar byggðarráðs frá 30. janúar sl. Fundargerð í 4 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1166. fundar byggðarráðs frá 6. febrúar sl. Fundargerð í 8 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Skipulags- og umhverfisráð, formaður kynnti.
Fundargerð 353. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 7. febrúar sl. Fundargerð í 7 liðum.
Dagskrárliður 1 erindi nr. 2211010, skipulagslýsing vega fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014 – 2026, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 2 erindi nr. 2211011, skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag fyrir svæðið í kringum Hvítserk, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 3 erindi nr. 2301002, umsókn um byggingarleyfi að Faxaslóð 4, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4 erindi nr. 2301007, breyting staðfangs að Gauksmýri, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 5 erindi nr. 2301008, umsókn um byggingarheimild að Hvoli 19, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 6 erindi nr. 2301010, umsókn um stofnun vegsvæðis að Ytri-Ánastöðum, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 7 erindi nr. 2302001, tilkynning um framkvæmd á Laugarbakka með tillögu skipulags- og umhverfisráðs um að fallið sé frá grenndarkynningu, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Fræðsluráð, formaður kynnti.
Fundargerð 234. fundar fræðsluráðs frá 2. febrúar sl. Fundargerð í 6 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Félagsmálaráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 241. fundar félagsmálaráðs frá 25. janúar sl. Fundargerð í 4 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. Landbúnaðarráð, formaður kynnti.
Fundargerð 198. fundar landbúnaðarráðs frá 1. febrúar sl. Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6. Samþykkt um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum árið 2023.
Lögð fram eftirfarandi tillaga;
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir samþykkt um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum árið 2023. Afslátturinn nær til 6 lóða á Hvammstanga: Bakkatúns 3, 5 og 7, Grundartúns 2 og 17 og Hlíðarvegar 21. Afslátturinn nær einnig til lóðarinnar Teigagrundar 7 á Laugarbakka.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7. Starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Lögð fram drög að auglýsingu vegna starfs sviðsstjóra fjölskyldusviðs ásamt matskvarða fyrir umsækjendur. Einnig lagt fram tilboð frá Intellecta vegna vinnu við ráðninguna.
Lögð fram eftirfarandi tillaga;
„Sveitarstjórn samþykkir framlagða auglýsingu og matsblað ásamt tilboði Intellecta. Sveitarstjóra er falið að auglýsa starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs og vinna að ráðningunni í samvinnu við Intellecta.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8. Reglur um skólaakstur.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir framlagðar reglur með áorðnum breytingum sem gerðar voru á 1164. fundi byggðarráðs. Breytingin var kynnt fyrir fræðsluráði á 234. fundi ráðsins.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9. Reglur vegna styrkja til fjallskiladeilda til viðhalds girðinga, skála og styrkvega.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir reglur vegna styrkja til fjallskiladeilda til viðhalds girðinga, skála og styrkvega sem samþykktar voru á 198. fundi landbúnaðarráðs.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10. Erindi frá Jóni Sigurðssyni hrl.
Lagt fram erindi frá Jóni Sigurðssyni hrl. fyrir hönd XXX, dagsett 6. febrúar 2023, vegna athugasemda við ráðningu sviðsstjóra fjölskyldusviðs í mars 2022. Sveitarstjóra er falið að svara erindinu í samvinnu við lögmann sveitarfélagsins.
11. Skýrsla sveitarstjóra.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.


Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:49.

Var efnið á síðunni hjálplegt?