31. fundur

31. fundur ungmennaráðs haldinn þriðjudaginn 3. nóvember 2015 kl. 15:00 Ráðhúsi .

Fundarmenn

Thelma Rún Magnúsdóttir, varamaður, Fríða Björg Jónsdóttir, aðalmaður, María Dröfn Gísladóttir, aðalmaður, Ómar Eyjólfsson, aðalmaður, Máney Birta Albertsdóttir,aðalmaður.

Starfsmenn

Tanja Ennigarð, Íþrótta- og tómstundafulltrúi

Dagskrá.

  1. Logo keppni.
  2. Erindi frá Guðnýu Hrund Karlsdóttir
  3. Tafl námskeið.
  4. Ungmennaþing.
  5. Önnur mál.

Afgreiðslur:

  1.  Tönju og Maríu var falið að útbúa auglýsingu fyrir logo keppnina. Íþrótta- og tómstundafulltrúa var falið að skrifa Byggðarráði bréf um leyfi til að nota upphæð af því fjármagni sem ungmennaráð hefur til afnota til verðlauna fyrir logo keppnina.
  2.  Guðný Hrund Karlsdóttir sveitastjóri mætti á fundinn, hún fræddi okkur um starf ungmennaráðs, fundargerðir og fundarsköp. Hún vék af fundi kl 15:25.
  3.  Tanja lagði fram erindi frá Birki Karls Sigurðsson um að koma og kenna skák. Ákveðið var að hafna tilboðinu núna en skoða það aftur seinna.
  4.  Telma varaformaður kynnti ráðinu að Rannveig formaður ráðsins hafði haft samband við Sigurð Ágústson skólastjóra um ungmennaþingið. Sigurður kom með sú tillögu að ungmennaþingið verður haldið í lok janúar 2016. Ráðið list vel á sú hugmynd og mun byrja undirbúningsvinnu strax á næsta árið.
  5.  Tanja lagði fram tillögu um að, ef ráðið fær samþykki sveitastjórnar fyrir fjármagni, að taka við tilboði frá Bergvini Oddsyni uppistandara um að vera með uppistand og fyrirlestur um blinda og sjónskerta fyrir ungmenni í nóvember. Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum. Ómari var falið að gera auglýsingu fyrir viðburðinn. Tanja var falið að skrifa byggðarráði bréf um aðgang að upphæð 35.000 kr. af þeirri fjárhæð sem ungmennaráð hefur til afnota fyrir árið 2015.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl.  16:01.

Var efnið á síðunni hjálplegt?