40. fundur

40. fundur ungmennaráðs haldinn fimmtudaginn 22. desember 2016 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Inga Þórey Þórarinsdóttir, aðalmaður, Ástríður Halla Reynisdóttir, aðalmaður, Jóhanna Maj Júlíusdóttir Lundberg, aðalmaður, Eygló Hrund Guðmundsdóttir, aðalmaður, Ásdís Aþena Magnúsdóttir, aðalmaður, Arnar Freyr Geirsson, varamaður. 

Starfsmenn

Tanja Ennigarð, Íþrótta- og tómstundafulltrúi.

Fundargerð ritaði: Eygló Hrund Guðmundsdóttir

Dagskrá

  1. Árið 2016 gert upp
  2. Skúli H. Hilmarsson kynnir fyrirhugaða framkvæmd af viðbyggingu við íþróttahús
  3. Önnur mál

Afgreiðslur:

  1. Björn Gabríel Björnsson er búinn að segja sig úr ráðinu. Ásdís ætlar að ítreka við nemendaráð að það þurfi að finna varamann eftir áramót. Linda Þorleifsdóttir segir sig úr ráðinu vegna flutninga, leit er hafin að nýjum varamanni fyrir hönd USVH. Tanja gerði grein fyrir því fyrir ungmennaráðinu hvernig upphæðinni sem ráðinu var úthlutað á fjárhagsáætlun 2016 var varið.
  2. Skúli H. Hilmarsson boðaði forföll vegna útkalls í vinnu.
  3. Tillaga lögð fram að keyptar verði orðabækur fyrir Dreifnám á Hvammstanga. Tanja ætlar að athuga hvort það fáist undanþága vegna þess að Byggðarráð á ekki fund fyrr en á næsta ári. Rætt um að bjóða Skúla á næsta fund til að fá kynningu á fyrirhugaðri framkvæmd af viðbyggingu við íþróttahús. Tillaga lögð fram að haldinn verði fundur mánudaginn 9. janúar klukkan 15:00, Tanja ætlar að senda Skúla fundarboð. Eygló Hrund bauðst til þess að búa til hóp á samskiptasíðunni Facebook til að efla samskipti ráðsins utan fundar.

 Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

 Fundi slitið kl. 15:55

Var efnið á síðunni hjálplegt?