43. fundur

43. fundur ungmennaráðs haldinn fimmtudaginn 16. mars 2017 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Eygló Hrund Guðmundsdóttir, aðalmaður, Ásdís Aþena Magnúsdóttir, aðalmaður, Inga Þórey Þórarinsdóttir, aðalmaður, Arnar Freyr Geirsson, varamaður, Jóhanna Maj Júlíusdóttir Lundberg, varamaður

Starfsmenn

Tanja Ennigarð, íþrótta- og tómstundafulltrúi.

Fundargerð ritaði: Eygló Hrund Guðmundsdóttir

Dagskrá 

  1. Kynning á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. 
  2. Ungmennaskiptaverkefni við félagsmiðstöð í Svíþjóð. 
  3. Önnur mál

Afgreiðslur:

  1. Tanja og Eygló kynntu ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði sem haldin er á Hótel Laugarbakka dagana 5.-7. apríl. Ungmennaráðið hefur rétt á því að senda tvo aðila á ráðstefnuna en þar sem að hún er í heimahéraði langar ráðinu að sækja um undanþágu til þess að senda þrjá til fjóra aðila. Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir hvern einstakling og því ætlar ungmennaráðið að sækja um að fá að nota 60.000 kr. af fjárveitingu ungmennaráðs árið 2017.
  2. Tanja kynnti ungmennaskiptaverkefni við félagsmiðstöð í Svíþjóð. Rætt um hvort það sé grundvöllur fyrir því að taka þátt í því verkefni. Áhugi var fyrir verkefninu en út af tímasetningu og öðrum verkefnum var ákveðið að taka ekki þátt í þessu verkefni í þetta sinn.
  3. Önnur mál. Inga Þórey nefnir beiðni um styrk hjá ungmennaráði fyrir vorferð hjá dreifnáminu.

 Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

 Fundi slitið kl. 16:11

Var efnið á síðunni hjálplegt?