44. fundur

44. fundur ungmennaráðs haldinn fimmtudaginn 18. maí 2017 kl. 15:00 Fundarsalur Ráðhúsi.

Fundarmenn

Eygló Hrund Guðmundsdóttir, aðalmaður, Inga Þórey Þórarinsdóttir, aðalmaður, Ásdís Aþena Magnúsdóttir, aðalmaður, Jóhanna Maj Júlíusdóttir Lundberg, varamaður

Starfsmenn

Tanja Ennigarð, íþrótta- og tómstundafulltrúi.

Fundargerð ritaði: Eygló Hrund Guðmundsdóttir

Dagskrá

 

  1. Samantekt frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði 2017
  2. Tillaga um breytingu á fyrirkomulagi hjá Ungmennaráði Húnaþings vestra.
  3. Erindi frá dreifnáminu.
  4. Önnur mál

 

 

Afgreiðslur:

  1. Eygló fór yfir ályktun frá Ungt fólk og lýðræði 2017. Umræða um frumvarp til laga um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ára fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Einnig var umræða um fjármálalæsi hjá ungmennum og greinilegt er að þekkingu vantar á því sviði.
  2. Rætt um það hvernig hægt væri að breyta fyrirkomulagi varðandi hverjir eiga að sitja í Ungmennaráði Húnaþings vestra. Ungmennaráðið er með drög frá ungmennaráðinu í Garði til að fá hugmyndir. Jóhanna Maj og Ásdís Aþena eru kjörnar til þess að hjálpa Tönju við að semja ný lög.
  3. Erindi frá dreifnáminu um styrk til vorferðar var ekki lagt fyrir vegna aflýsingar á ferðinni.
  4. Önnur mál. Rætt um það hver staðan sé á mótorkrossbraut í Húnaþingi vestra. Jóhönnu Maj falið að skrifa bréf til Skúla Húns Hilmarsonar rekstrarstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs Húnaþings vestra.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?