49. fundur

49. fundur ungmennaráðs haldinn fimmtudaginn 15. mars 2018 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ásdís Aþena Magnúsdóttir, aðalmaður, Guðmundur Grétar Magnússon, aðalmaður. Guðmundur Kristínarson, aðalmaður. Bjarni Ingason, aðalmaður. Eygló Hrund Guðmundsdóttir ekki mætt, boðaði ekki forföll.

Starfsmenn

Tanja Ennigarð, íþrótta- og tómstundafulltrúi

Fundargerð ritaði: Guðmundur Magnússon

Dagskrá

  1. Erindi frá Guðmundi S. Kristínarsyni og Bjarna Ola Ingasyni.
  2. Styrkbeiðni frá dreifnáminu.
  3. Sveitastjórnarkosningar 2018.
  4. Önnur mál.

Afgreiðslur:

  1. Guðmundur S. Kristínarson og Bjarni Ole Ingason koma með erindi um staðsetningu mótorkrossbrautar. Bjarna og Guðmundi var falið að senda fyrirspurn á Unnstein Andrésson rekstrarstjóra umhverfis og framkvæmdarsvið þar sem óskað er eftir svari.
  2. Dreifnámið sendi Ungmennaráði bréf þar sem er óskað eftir styrk vegna vorferðar Dreifnáms. Ekki var hægt að taka þetta erindi fyrir vegna forfalla.
  3. Tanja Ennigarð óskaði eftir hugmyndum frá ráðinu um tillögur að viðburði þar sem ungt fólk hefur tækifæri að koma og kynna sér þá lista sem bjóða sig fram til sveitarstjórnakosninga 2018 í Húnaþingi vestra.
  4. Ráðið ræddi aðeins um viðbyggingu íþróttamiðstöðvar og væntanleg tækjakaup í þreksal.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

 

Fundi slitið kl. 15:31

Var efnið á síðunni hjálplegt?