50. fundur

50. fundur ungmennaráðs haldinn þriðjudaginn 10. apríl 2018 kl. 15:00 Ráðhúsi .

Fundarmenn

Ásdís Aþena Magnúsdóttir, aðalmaður, Guðmundur Grétar Magnússon, aðalmaður. Guðmundur Kristínarson, aðalmaður. Bjarni Ingason, aðalmaður. Eygló Hrund Guðmundsdóttir, aðalmaður.

Starfsmenn

Tanja Ennigarð, íþrótta- og tómstundafulltrúi

Fundargerð ritaði: Guðmundur Grétar Magnússon.

Dagskrá

  1. Styrkarbeiðni frá Dreifnáminu
  2. Önnur mál

Afgreiðslur

  1. Erindi frá dreifnámi FNV á Hvammstanga þar sem óskað er eftir styrk vegna vorferðar 2018 er tekið til atkvæðagreiðslu. Bjarni Ingason og Guðmundur Kristínarson víkja af fundi á meðan atkvæðagreiðsla fer fram. Dreifnámið óskar eftir styrk frá ungmennaráði að upphæð kr. 50 þúsund. Það var samþykkt með þrem atkvæðum að styrkja dreifnám FNV á Hvammstanga um kr. 30 þúsund. Tanja Ennigarð íþrótta- og tómstundar fulltrúa var falið að skrifa byggðaráði bréf þar sem óskað er eftir afnot á 30 þúsund krónum af fjármunum þeim sem ungmennaráð hefur til afnota.
  2. Önnur mál. 
    a)  Rætt var um að senda framboðslistum sem bjóða fram fyrir sveitastjórnakosningar vor 2018, bréf sem hvetur þá til að hafa samráð við ungt fólk í Húnaþingi vestra þar sem þau kynna stefnuskrá sína næstu fjögur ár. Ungt fólk skiptir máli og því mikilvægt að fá þeirra álit og skoðun á framtíð sveitafélagsins. Eygló Hrund Guðmundsdóttur var falið að senda bréf á framboðslista þess efnis.
    b) Eygló Hrund Guðmundsdóttir gerir athugasemd við að fundargerðir ungmennaráðs númer 46-49 séu ekki aðgengilegar á heimasíðu Húnaþingi vestra.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:18

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?