53. fundur

53. fundur ungmennaráðs haldinn fimmtudaginn 17. janúar 2019 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ólafur Már Sigurbjartsson, formaður, Ástríður Halla Reynisdóttir, Ásta Guðný Unnsteinsdóttir,varaformaður, Rakel Gígja Ragnarsdóttir, Guðmundur Grétar Magnússon, Ásdís Björg Ragnarsdóttir, Bryndís Jóhanna Kristjánsdóttir og Valgeir Ívar Hannesson

Starfsmenn

Tanja Ennigarð, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir

Dagskrá

1. Bréf til byggðaráðs um heimild fyrir fjármagni fyrir myndinni Lof mér að falla.
2. Starfsemi hjá ungmennaráði vorið 2019
3. Önnur mál. 

 

Afgreiðslur

  1. Tönju er falið að senda bréf til byggðaráðs þar sem óskað er eftir að fá að nýta fjármagn ungmennaráðs til að greiða fyrir sýningu á myndinni Lof mér að falla að upphæð 33.600 kr. 
  2. Hugmynd um að vera með sjálfstyrkinganámskeið fyrir ungmenni. Jenný sendi á Kristínu Tómasdóttur til að athuga með námskeið hjá henni og Bjarna Fritzsyni. Beiðni um að koma borðtennisborði í Oríon, Tanja kannar hvort laust borð sé í íþróttahúsi. Vilji til að vinna í að koma krossarabraut í Húnaþing vestra. Fyrstu skrefin eru að kanna hvort formlegt akstursfélag sé á staðnum og ætla Bryndís og Valgeir að kanna það. Ungmennaráð vill taka þátt í Eldur í Húnaþingi og boða Gretu Clough til að koma á næsta fund ráðsins og ræða hugmyndir.
  3. Tanja sýndi ráðinu teikningar af viðbyggingu við íþróttamiðstöðina og óskaði hún eftir hugmyndum um tækjakaup og útfærslum á tækjasal. Fulltrúar ráðsins koma með tillögur á næsta fundi.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

 

Fundi slitið kl. 16.10

Var efnið á síðunni hjálplegt?