Afgreiðslur:
1. Greta Clough, verkefnastjóri, Elsa Rut Róbertsdóttir, formaður og Herdís Harðardóttir, meðstjórnandi Elds í Húnaþingi mættu á fundinn og ræddu hvað ungt fólk vill gera á hátíðinni Eldur í Húnaþingi. Fulltrúar ungmennaráðs komu mörgum hugmyndum áleiðis til verkefnastjóra og nefndarmanna. Rætt var um hvort formlegt samstarf gæti verið á milli ungmennaráðs og stjórnar Elds í Húnþingi.
2. Fulltrúar ráðsins ætla að skoða sín á milli hverjir komast þessa daga sem landsþing ungmennahúsa verður, gott væri að tveir til þrír aðilar frá Húnaþingi vestra mundu mæta.
3. Jenný og Tanja ætla að vera í sambandi við skólastjórnendur um að skipuleggja dag þar sem að sjálfstyrking gæti farið fram.
4. Ungmennin hafa mikinn áhuga á að sett verður upp boxpúða í íþróttamiðstöðina og boxhanskar. Þau ætla að senda á Tönju myndir af þeim tækjum sem þau hafa verið að skoða.
5. Önnur mál: Engin önnur mál.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 16.40