58. fundur

58. fundur ungmennaráðs haldinn fimmtudaginn 16. janúar 2020 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Guðmundur Grétar Magnússon, formaður, Guðrún Helga Magnúsdóttir, varformaður, Ásdís Aþena Magnúsdóttir, aðalmaður, Viktor Ingi Jónsson, aðalmaður, Jóhann Smári Reynisson, aðalmaður, Leonie Sigurlaug Friðriksdóttir, aðalamaður, Ásta Guðný Unnsteinsdóttir, aðalmaður.

Starfsmenn

Tanja Ennigarð, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs. 

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir

Dagskrá.
1. Umhverfisstjóri Húnaþings vestra Ína Björk Ársælsdóttir kynnir nýtt deiliskipulag við grunnskólann.
2. Önnur mál


Afgreiðslur

1. Umhverfisstjóri Húnaþings vestra mætti á fundinn og kynnti nýtt deiliskipulag við skólareit Húnaþings vestra.
2. Önnur mál:
Erindi frá Ernu Kristínu sem heldur úti síðum á Facebook og Instagram um jákvæða líkamsímynd. Erindið kom í gegnum starfsmann Oríon og sendir ráðið póst til baka til að fá frekari upplýsingar um Ernu Kristínu áður en hægt er að taka ákvörðun um að styrkja þetta verkefni.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 16.30

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?