Dagskrá.
1. Jessica Aquino frá Húnaklúbbnum mætir á fundinn og segir frá Evrópuverkefni sem Finnar hafa áhuga á að vinna með ungmennaráði í gegnum Oríon.
2. Hugo Hoffmeister, verkefnastjóri 88 Hússins í Reykjanesbæ mætir einnig á fundinn með Jessicu og kynnir fyrir ungmennaráði bretta palla sem Hugo hefur haldið utan um í Reykjanesbæ.
3. Önnur mál
Afgreiðslur
1. Jessica sagði frá því að Finnar hefðu áhuga á að gera verkefni með ungmennaráði Húnaþings vestra í gegnum Erasmus um áhrif ungmennaráðs í stjórnsýslunni. Ráðið lýsti yfir áhuga á verkefninu og ætlar Jessica að koma á annan fund ráðsins eftir 2 vikur og skýra verkefnið betur út.
2. Hugo mætti á fundinn og sagði frá hjólabrettaverkefni í Reykjanesbæ þar sem menning og þjálfun í kringum hjólabretti er kennd. Jessica hefur áhuga á að kynna svipað verkefni hér í Húnaþingi vestra. Ráðið sýndi verkefninu áhuga og komu hugmyndir um að heimsækja Reykjanesbæ og fá betri upplýsingar. Ráðið hvetur stjórn Elds í Húnaþingi að vera með kynningu og hjólabretta námskeið í hátíðinni Eldur í húnaþingi.
3. Önnur mál:
Engin önnur mál.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 17.30