- Kosning á formanni og varaformanni.
- Erindi frá Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttir sveitarstjóra.
- Erindi frá Jessicu Aquino um samstarfsverkefni með einu ungmennaráði frá Finnlandi.
- Erindi frá Guðrúnu Helgu Magnúsdóttir um ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði sem hún tók þátt í.
- Önnur mál.
Afgreiðslur
- Tanja setti fundinn og bauð nýtt ungmennaráð velkomið. Eftirfarandi einstaklingar eru tilnefndir í ungmennaráð Húnaþings vestra veturinn 2020 – 2021:
Leonie Sigurlaug Friðriksdóttir og Jóhann Smári Reynisson tilnefnd af Framhaldsdeild Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Hvammstanga og til vara Freyja Lubina Friðriksdóttir. Heiða Bára Pétursdóttir tilnefnd af Æskulýðsstarfi Hvammstangakirkju og til vara Kaja Rós Sonjudóttir Zalewa. Eyrún Una Arnarsdóttir tilnefnd af nemendaráði Grunnskóla Húnaþings vestra og til vara Oddný Sigríður Eiríksdóttir. Ásta Guðný Unnsteinsdóttir tilnefnd af USVH og til vara Ástríður Halla Reynisdóttir. Guðrún Helga Magnúsdóttir og Viktor Ingi Jónsson tilnefnd af Sveitastjórn Húnaþings vestra og til vara Stella Dröfn Bjarnadóttir og Steinar Logi Eirikson.
Ásta Guðný bauð sig fram sem formaður og var það samþykkt einróma. Jóhann Smári bauð sig fram sem varaformaður og var það einnig samþykkt einróma.
Tanja fór yfir erindisbréf ungmennaráðs Húnaþings vestra sem lagt var fram á sveitarstjórnarfundi 22. júní 2020. Í nýja erindisbréfinu var samþykkt að ungmennaráð kemur saman og fundar að jafnaði 4 sinnum á tímabilinu 15. september til 31. maí ár hvert eða oftar ef þörf krefur að mati formanns og sviðstjóra fjölskyldusviðs.
Tanja fór yfir helstu markmið ráðsins og mikilvægi þess að fulltrúar mæta á fundina eða fá varamann í sinn stað. Ákveðið var að fundir ungmennaráðs Húnaþings vestra verða haldnir þriðja fimmtudag í mánuði kl. 16:00.
2. Ragnheiður Jóna sveitarstjóri kom inná fund og ræddi um mikilvægi þess að ungmennaráðið taki virkan þátt í málefnum sveitarfélagsins. Hún fékk spurningu hvers vegna ungmennaráðið verði skorið niður í fjóra fundi yfir starfsárið.
Ungmennaráðið mun senda inn fyrirspurn til byggðaráðs þar sem óskað verður eftir að fjölga fundum ef þörf krefur til að geta sinnt starfinu okkar betur og ígrundaðra.
3. Jessica Aquino kom inná fund og kynnti samstarfsverkefnið með einu ungmennaráði í Finnlandi. Hún sótti um styrk í fyrra en var ekki samþykktur. Hún var hvött til að sækja um aftur og mun gera það. Þetta er tveggja ára samstarfsverkefni þar sem ungmennin munu skiptast á að heimsækja hvort annað heim. Leggja upp með málstofur þar sem áhersla verður lögð á að fá umræður um hvernig ungmenni fá meira vægi í samfélaginu og ákvörðunartöku í mikilvægum málefnum. Markmið verkefnisins er einnig að sýna ungmennunum hvernig málefnaleg vinna getur verið misjöfn eftir menningarheimum sem og í alþjóðlegu umhverfi.
4. Guðrún Helga kynnti ráðstefnu sem hún sótti. Ráðstefna um ungt fólk og lýðræði.
Umræðurhóparnir snérust um Hvar, Hvernig og Hvenær ungt fólk getur haft áhrif. Pallborðsumræður með ráðherrum og borgarfulltrúum þar sem þau svöruðu áhugaverðum spurningum frá ungmennum ráðstefnunnar.
5. Önnur mál: Umræða kom upp með strandblakvöll, frisbígolf og búningsaðstöðu upp í Hvammi.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 17:38