62. fundur

62. fundur ungmennaráðs haldinn fimmtudaginn 19. nóvember 2020 kl. 16:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Oddný Sigríður Eiríksdóttir, varamaður,  Viktor Ingi Jónsson, aðalmaður, Ásta Guðný Unnsteinsdóttir, formaður, Guðrún Helga Magnúsdóttir, aðalmaður, Leonie Sigurlaug Friðriksdóttir, aðalmaður, Jóhann Smári Reynisson, aðalmaður.

Guðrún Helga Magnúsdóttir sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Starfsmenn

Tanja Ennigarð, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.  

 

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir.


Dagskrá.
1. Ályktun um framtíðarsýn sveitarfélagsins á íþróttasvæði í Hvamminum

2. Afsláttur á gjöldum fyrir ungmenni 18-25 ára í Húnaþingi vestra

3. Möguleg kynning frá Hrafnhildi Guðjónsdóttir hjá Akureyrarbæ um ungmennaráð

4. Önnur mál

 

Afgreiðslur

1. Ungmennaráð skorar á sveitastjórn að fara af stað með að skipuleggja íþrótta- og útivistarsvæðið í Hvammi, ráðið hefur áhuga á að framtíðarsýn sveitarfélagsins verði sýnileg. Fulltrúar í ráðinu óska eftir að taka þátt í þeirri vinnu til að hafa áfhrif á hvað það er sem ungt fólk vill fá inná þetta svæði, en ungt fólk mun koma til með að nýta svæðið í tengslum við íþróttir og útivist, ásamt öðrum íbúum.

2. Ungmennaráð óskar eftir því við sveitastjórn að afsláttur verði veittur af gjöldum fyrir ungmenni frá 18 – 25 ára, sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu, eins og t.d. í íþróttamiðstöðina. Einnig hvetur ráðið önnur félagasamtök að veita afslátt á sínum gjöldum.
3. Máli frestast til næsta fundar.
4. Engin önnur mál.


Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 17:07

Var efnið á síðunni hjálplegt?