Dagskrá.
- Farið yfir erindisbréf ungmennaráðs.
- Kosning formanns og varaformanns.
- Fundatímar ráðsins og undirbúningur funda.
- Húnaklúbburinn.
Afgreiðslur:
1. Farið yfir erindisbréf ungmennaráðs.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir erindisbréf ungmennaráðs.
2. Kosning formanns og varaformanns.
Stungið var upp á Patreki Óla sem formanni og Ástríði Höllu sem varaformanni. Samþykkt samhljóða.
3. Fundatímar ráðsins og undirbúningur funda.
Lagt til að fundir ráðsins verði á fimmtudögum kl. 16:15, að jafnaði annan hvern mánuð. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs, íþrótta- og tómstundafulltrúi og formaður ungmennaráðs undirbúa fundi sameiginlega með 10 daga fyrirvara.
4. Húnaklúbburinn.
Jessica Aquino mætti til fundar og kynnti styrk sem ungmennaráð er hvatt til að nýta í verkefni á næstunni í gegnum Húnaklúbbinn. Ungmennaráð samþykkir að taka þátt í undirbúningi með Jessicu að viðburði fyrir ungmenni.
Einnig er til fjármögnun fyrir hjólabrettarampi sem ekki hefur verið nýtt.