72. Fundur

72. Fundur ungmennaráðs haldinn fimmtudaginn 15. desember 2022 kl. 16:15 Ráðhús.

Fundarmenn

Patrekur Óli Gústafsson, Jenný Dögg Ægisdóttir, Svava Rán Björnsdóttir, Valgerður Alda Heiðarsdóttir, Margrét Ylfa Þorbergsdóttir og Lísa Marie Lundberg og Ástríður Halla Reynisdóttir.

Starfsmenn

Tanja Ennigarð, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson

Dagskrá.


1. Nýting á styrk í gegnum Húnaklúbbinn.
2. Sameiginleg forvarnaráætlun á Norðurlandi vestra.
3. Drög að reglum um skólaakstur.
4. Styrkbeiðni fyrir áramótaball fyrir 7.-10. bekk.


Afgreiðslur:
1. Nýting á styrk í gegnum Húnaklúbbinn.
Jessica Aquino mætti til fundar undir þessum lið. Patrekur Óli og Jessica munu ganga frá pöntun á frisbýgólfkörfum í samráði við sveitarstjóra og rekstrarstjóra. Einnig vill ungmennaráð auglýsa þegar körfurnar verða vígðar og koma saman af því tilefni.


2. Sameiginleg forvarnaráætlun á Norðurlandi vestra.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti undirbúning að sameiginlegri forvarnaráætlun á Norðurlandi vestra. Ungmennaráð fagnar undirbúningi áætlunarinnar. Ungmennaráð bendir á málaflokka sem bæta má fræðslu í eins og heimilsofbeldi, fíkni- og vímuefni, samskipti á netinu og skyndihjálp.


3. Drög að reglum um skólaakstur.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti drög að reglum um skólaakstur. Ungmennaráð gerir engar athugasemdir. Ástríður Halla Reynisdóttir mætti til fundar kl. 16:49 undir þessum lið.

4. Styrkbeiðni fyrir áramótaball fyrir 7.-10. bekk.
Ungmennaráð samþykkir að styrkja hljómsveitina Áramót um 62.000 kr, vegna áramótaballs fyrir ungmenni 30. desember. Það jafngildir 1000 kr. lækkun á miðaverði fyrir nemendur í 7.- 10. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra. Með fyrirvara um samþykki byggðarráðs og/eða sveitarstjórnar.

Fundi slitið 17:09

Var efnið á síðunni hjálplegt?