75. fundur

75. fundur ungmennaráðs haldinn þriðjudaginn 30. janúar 2024 kl. 16:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Svava Rán Björnsdóttir, aðalmaður,
Ástríður Halla Reynisdóttir., aðalmaður,
Tinna Kristín Birgisdóttir, aðalmaður,
Valgerður Alda Heiðarsdóttir, aðalmaður,
Viktor Ingi Jónsson, varamaður,
Dagrún Sól Barkardóttir, varamaður,
Tanja Ennigarð, embættismaður. 

Starfsmenn

Sigurður Þór Ágústsson, embættismaður. 

Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
Ástríður Halla mætti kl. 16:23 á fundinn.
1.  Erindisbréf ungmennaráðs - 2401054
Lagt fram erindisbréf ungmennaráðs.
 
2.  Barnvænt- og heilsueflandi sveitarfélag. - 2312020
Lagt fram erindisbréf stýrihóps um barnvænt og heilsueflandi sveitarfélag.
 
3.  Fundartímar Ungmennaráðs 2024 - 2401056
Ungmennaráð vísar umræðu um fundartíma til Stýrihóps um barnvænt og heilsueflandi sveitarfélag. Ungmennaráð leggur til að sérmál sem ekki varða stýrihópinn verði tekin fyrir eftir að fundi stýrihóps lýkur.
 
4. Kosning formanns og varaformanns ungmennaráðs 2024 - 2401055
Lagðar voru tvær tillögur um formann ráðsins á fundinum. Ástriður Halla var kjörinn formaður ungmennaráðs. Lögð var fram tillaga um að Jenný Dögg yrði varaformaður og var hún samþykkt samhjóða.
 
 
 
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:45.
Var efnið á síðunni hjálplegt?