Menningarsjóður Sparisjóðs Vestur- Húnavatnssýslu auglýsir eftir umsóknum um menningarstyrki úr sjóðnum árið 2019.
Umsækjendur skulu verða lögráða einstaklingar,félagasamtök, fyrirtæki eða stofnanir með lögheimili í Húnaþingi vestra.
Í umsókn þarf eftirfarandi að koma fram:
Nafn,kennitala, heimilisfang, tölvupóstfang og símanúmer umsækjanda.
Bankareikningur umsækjanda.
Heiti verkefnis.
Greinargóð lýsing á verkefninu og markmiðum þess.
Verk-og tímaáætlun verkefnis þ.m.t. áætluð verklok.
Ítarleg fjárhagsáætlun verkefnis (kostanaðar og tekjuáætlun).
Rökstuðningur fyrir menningarlegu og samfélagslegu gildi verkefnis.
Upphæð sem sótt er um.
Upplýsingar um samstarfsaðila ef við á og hlutverki þeirra í verkefninu.
Upplýsingar um hvort verkefnið hafi hlotið aðra styrki og ef svo er þá tilgreina hvaðan og fjárhæðir.
Umsóknum skal skila skriflega á Menningarsjóð Sparisjóðs Vestur- Húnavatnssýslu, Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga.
Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar 2019 (póststimpill gildir).
Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til greina við úthlutun.
Endurnýja þarf eldri umsóknir sem kunna að liggja fyrir. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um styrkveitingu liggur fyrir.
Stjórn Menningarsjóð Sparisjóðs Vestur- Húnavatnssýslu.