Félagsvist á Borðeyri

Næstkomandi sunnudag, 19. janúar kl:14:00 í skólahúsinu á Borðeyri, fer fram síðasti spiladagur í röð spiladaga á vegum Kvennabandsins og kvenfélaga á svæðinu. Nú er komið að kvenfélaginu Iðunni.

Kortið kostar kr. 2.000 og innifalið er kaffihlaðborð og eigulegir vinningar fyrir þátttakendur  sem þá  hljóta. Ath! ekki posi.

Innkoma af viðburðinum fer til góðra málefna í sveitarfélaginu.

Hlökkum til að taka á móti ykkur sem flestum á Borðeyri!:)

Kvenfélagið Iðunn og Kvennabandið

Var efnið á síðunni hjálplegt?